„Áfram, ráðherra!” – Ragnheiður Elín skráð til keppni í Gullhringnum

„Hvað er ég búin að koma mér í núna…? Lét vin minn Einar Bárðarson tala mig inn á það að taka þátt í hjólreiðakeppninni Gullni hringurinn þann 12. júlí og hjóla 46 km. Það verður eitthvað.

En það verður allavega ekkert mál að finna mig ef ég týnist! — with Einar Bardarson.”

Svona hljóðar ný stöðuuppfærsla sem birtist á Facebook síðu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrr í kvöld og svo virðist sem full alvara sé á ferðum, en frú ráðherra er hér að vitna í árlega hjólreiðakeppni sem Einar Bárðason stendur nú fyrir að þriðja sinni og ber nafnið Gullhringurinn.

Fjör virðist verið að færast í leika, en á Facebook síðu Einars Bárðasonar kom fram í gærkvöldi að einir 123 keppendur hefðu þegar skráð sig til leiks og enn er að bætast í hópinn.

 

111 keppendur skráðir til leiks í Gullhringinn núna þegar tæpar 2 vikur eru í keppnina. Skráningarnar húrrast inn á www.hjolamot.is – stefnir klárlega í metskráningu í ár ! ( editerað 00:06 – núna eru það 123 )

 Tekið af FB síðu Einars Bárðasonar, uppfærsla skráð þann 29.06.14

Ragnheiður birti þessa mynd af þeim Einari Bárða á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld: 

10383020_10203051803868555_4739458551938715630_n

Ragnheiður mun vera fyrsti ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar sem skŕáir sig í hjólreiðakeppnina, og virðist af myndinni að dæma vera staðráðin í að mæta glæst til leiks og við öllu búin.

Á upplýsingasíðu Gullhringsins á Facebook kemur eftirfarandi fram:

Gullhringurinn verður haldinn þriðja árið í röð dagana 10.-13. júlí 2014. Nú stærri en nokkru sinni fyrr. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppni í þrem mismunandi „dagleiðum”. Eins og nafnið gefur til kynna er Gullhringurinn kenndur við það sem erlendir ferðalangar á Íslandi kalla „The Golden Circle.“ 

Hjólað verður á Þingvöllum, Ljósafoss og á Laugarvatni. Í fyrsta sinn geta lið einnig skráð sig til leiks og verða fyrstu verðlaun fyrir besta liðsárangurinn í öllum þrem leggjunum. 

Allar upplýsingar um þessa stórglæsilegu hjólreiðakeppni er að finna á Facebook: HÉR en við óskum ráðherra alls hins besta og hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í þessari stórglæsilegu keppni sem án efa verður stórskemmtileg.

Áfram, stelpur! 

SHARE