Afskekktasta pósthús í heimi – Óska eftir starfsmanni

Margur gæti haldið að það myndu ekki margir sækja um að reka afskekktasta pósthús heims, sem er staðsett á Suðurskautslandinu, en jú það sóttu fjölmargir um starfið.

Mörg hundruð manns, víðsvegar að úr heiminum, sóttu um starf til 5 mánaða hjá Port Lockroy, sem kallað er hinu krúttlega nafni „Mörgæsa-pósthúsið“. Nafnið má rekja til þess að eitt af því sem umsækjandi þarf að geta gert er að telja mörgæsir.

Byggingin sem pósthúsið er í er 80 ára og var byggð af Bretum á Goudier eyju. Eyjan sjálf er á stærð við fótboltavöll og á henni búa hundruðir mörgæsa.

Fjórir starfsmenn eru ráðnir frá nóvember og út mars og þurfa þeir að dvelja á eyjunni. Allir hafa starfsmennirnir sitthvert hlutverkið en saman bera þeir ábyrgð á því að viðhalda sögu staðarins og sinna þeim þúsundum ferðamanna sem koma til að heimsækja eyjuna á tímabilinu. Starfsfólkið lítur einnig eftir dýralífi og það felur meðal annars í sér að telja mörgæsir.

Í auglýsingu um starfið er meðal annars sagt að þetta sé alls ekki glæsilegt eða þægilegt starf. Viðkomandi kemur til með að deila húsi með þremur öðrum í 5 mánuði, án rennandi vatns, nettengingar og farsíma, auk þess að þurfa að sofa í kojum.

Þó starfsmönnum bjóðist stundum að fara í sturtu í skipunum sem koma þarna við, er þeim gert ljóst að þeir verða að deila baðherbergi á staðnum og útilegusalerni. Þrátt fyrir aðstæður, koma mörg hundruð umsóknir á hverju ári. Camilla Nichol, framkvæmdastýra góðgerðarfélagsins sem sér um pósthúsið, segir að vinnutíminn sé langur en þú gætir þurft að vinna 12 tíma á sólarhring.

„Við fáum fólk á öllum aldri alls staðar að úr heiminum,“ sagði Camilla í viðtali við Washington Post. Þar sagði hún líka að leitað væri eftir fólki sem væri í góðu formi, hresst og hraust og elskar að hitta fólk og gesti. Gerður er samningur við fólkið til 6 mánaða og launin eru á bilinu 214 þúsund til 308 þúsund á mánuði.

Hér er hægt að fylgjast með lífinu á Port Lockroy á Instagram.

SHARE