Áhætta ástarinnar

Ég hef verið einhleyp í þó nokkurn tíma, nokkur ár. Hef oft verið spurð að því afhverju ég væri einhleyp og svarið var einfalt – “af því ég vil það” Ég kaus að vera einhleyp. En af hverju kaus ég að vera einhleyp? Af því ég var hrædd.

There i said it – ég var gjörsamlega skelfingu lostin við að verða ástfangin af því það þýddi að ég gæti orðið særð. Þannig síðastliðin ár hef ég hlaupist á brott ef ég kynnist manni sem ég fann að ég gæti mögulega orðið hænd að! “Oooooó Sorry verð að fara, þú ert frábær, no can do” Takk bless og bæ … lok lok og læs!

Kom með allar heimsins afsakanir. “ég er ekki tilbúin” var líklega vinsælast! Og kannski var ég það ekkert, ég veit það ekki einu sinni, ég hleypti engum að, af því fyrir mér var þetta ekki einu sinni valmöguleiki! Það skyldi enginn komast þarna inn og fá það “vald” að særa mig!

En svo gerðist það ég kynntist manni og hann komst inn í hjartað mitt! Ég var með varan á, en hann komst inn, ó jeremías og jónatan hvað það var notalegt. Að hleypa honum að. Að finna fyrir þessari ást, nánd og vellíðaninni sem fylgir þessum góðu tilfiningum. Var ég hrædd? Svo sannarlega – hjartað á þúsund eins og ég þyrfti að flýja eldgos, hrædd – en svo leyfði ég mér bara að líða vel með honum og hætti við að hlaupa.

Þetta er enginn ástarsaga sem ég er að segja ykkur því sú ástarsagan endaði ekki eins og hjartað mitt vonaði á þeim tímanum. En það besta er að ég jafnaði mig. Ég jafnaði mig á þeirri ástarsorg eins og maður gerir alltaf. En var þetta þess virði? Heldur betur. Leyfum okkur að líða, líða vel – jafnvel verða ástfangin, tökum þessa áhættu. Tilfiningin að líða vel og deila ást með annari manneskju er svo vel áhættunnar virði.

Í versta falli jöfnum við okkur bara aftur.

Ást Þóranna.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here