Ein af þeim fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu, sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það dregur stærri dilk á eftir sér en hana hafði grunað.
„Við erum að leita að stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára. Allir eru velkomnir að sækja um og geta áhugasamir sent okkur póst á oneofthemfilm@gmail.com, áheyrnarprufurnar verða síðan í október,“ segir Ragnheiður Erlingsdóttir meðframleiðandi myndarinnar em Eva Sigurðardóttir mun leikstýra myndinni. Þetta verður þetta frumraun hennar í leikstjórastólnum en hún er reyndur framleiðandi og hefur framleitt fjölda stuttmynda og annarra verkefna og m.a. verið tilnefnd til hinna virtu BAFTA verðlauna fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Good Night.
Eva sækir innblástur í sína eigin reynslu sem unglingur í Kópavogi. Hún var lögð í einelti og flutti af þeim sökum erlendis þegar hún var 14 ára. Hún er að flytjast aftur heim núna 16 árum síðar og er þetta ákveðið uppgjör á fortíðinni sem og viðbragð við skorti á sögum sagðar frá sjónarhóli kvenna/stúlkna í íslenskum myndum.
Eva fór til Cannes fyrr á árinu og sigraði pitch-keppni SHORTS-TV og hlaut 5.000 evrur fyrir sem nýtist í framleiðslu myndarinnar. Einnig var handritið af Ein af þeim valið í Doris Films verkefnið sem er á vegum WIFT á Íslandi.
„Myndin er framleidd af mér og Evu fyrir hönd Askja Films sem Eva stofnaði þegar hún fluttist aftur til Íslands fyrr á árinu (www.askjafilms.com) Við erum einnig í samstarfi við Sönglist varðandi leikaraval og æfingar fyrir myndina,“ segir Ragnheiður.
Ein af þeim – Teaser from Askja Films on Vimeo.
Myndir: Carolina Salas
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.