Áhrif neikvæðrar orku á líf þitt og hvernig hún er hreinsuð

Áhrif neikvæðrar orku á líf þitt og hvernig hún er hreinsuð

Þú ert meðvituð/meðvitaður um það að líkur sækir líkan heim, er það ekki? Hérna er sannleikurinn: Jákvætt fólk laðast að jákvæðri orku og neikvætt fólk dregur að sér neikvæða orku.

Við eigum það til að halda að aðrir einstaklingar séu bara yfir höfuð neikvæðir. Auðvitað getum við öll átt daga þar sem við viljum að fólk láti okkur í friði og við viljum vera ein. En vissir þú að neikvæðni getur orðið svo innprentuð í kerfið hjá fólki að það tekur einfaldlega ekki eftir því?

Það er einfaldlega vegna þess að neikvæðni er stundum í búning raunveruleikans. Það er mjög auðvelt að afsaka sig og segja að maður sé bara raunsær þegar maður þorir ekki að láta drauma sína rætast… og hafa trú á þeim.

Þú reiknar með því að mjög jákvætt fólk sé óraunsætt, að það sé jafnvel barnalegt og sé í afneitun og að það forðist að takast á við eigin vanda, að það sé bara að setja á sig grímu til að takast á við erfiðleika o.s.frv. En bíddu, er það virkilega svona hamingjusamt og vitlaust eða er eitthvað varið í þessa jákvæðni sem það virðist þrífast á?

Hugsaðu um þetta: Síðan hvenær þurfti það að vera raunsær endilega að þýða að hlutirnir gangi ekki upp og að maður þurfi að taka þeim eins og þeir eru?

Þetta þýðir ekki að raunsæi sé raunverulega neikvæður eiginleiki. Raunveruleikinn getur ekki verið annað en neikvæður ef ÞÚ ert með neikvætt hugarfar. Hugsanir þínar endurspegla þinn raunveruleika.

Þú sjálfkrafa gerir ráð fyrir því að allt sem getur farið úrskeiðis fari úrskeiðis og það sem gæti heppnast muni líklega fara úrskeiðis líka, ef þú hefur neikvætt hugarfar. Þessi trú í undirmeðvitund þinni gerir þig að neikvæðum einstaklingi án þess að þú áttir þig á því!

Hvernig ferð þú að því að átta þig á neikvæðu orkunni sem umlykur raunveruleika þinn svo djúpt að þú tekur ekki eftir því, þessi orka sem er eins og ský yfirfull af neikvæðri orku sem dregur að sér rangan félagsskap, rangar aðstæður og rangar tilfinningar? Hvernig getur þú verið viss um að þú sért að laga neikvæða raunveruleika þinn en ekki viðhalda honum?

Hér er örstuttur spurningalisti til að meta neikvæðu orkuna innra með þér:

• Kvartar þú? Sífellt eða bara stundum?
• Talar þú oft um hvað er slæmt í þessum heimi, meira en það sem er gott? Þessar samræður innihalda “viðbjóðslegt” veður, “hrikalega” traffík, “fábjána” ríkisstjórn, “ömurlegan” efnahag, “heimska” tengdaforeldra, o.s.frv.
• Gagngrýnir þú? Alla daga eða bara ákveðið fólk?
• Laðast þú að drama og hörmungum? (Getur þú slökkt á sjónvarpinu þegar það er frétt um hörmungar og/eða getur þú sleppt því að horfa á óstabílt líf frægra einstaklinga í raunveruleikaþáttum?)
• Kennir þú öðrum um? Sífellt eða bara í ákveðnum tilfellum?
• Trúir þú að þú ráðir engu um niðurstöður þínar?
• Finnst þér þú vera fórnarlamb? Finnst þér aðrir koma illa fram við þig?
• Ertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur eða verðuru þakklát/ur þegar hlutirnir fara loksins að ganga upp hjá þér?
• Finnst þér eins og hlutir komi fyrir þig? Eða finnst þér hlutir gerast í gegnum þig?

Næstu tvö atriðu eru mikilvæg:
Ef þú ert ekki þakklát/ur nema þegar hlutirnir ganga eftir, þá ertu neikvæð/ur. Þakklæti er af hinu jákvæða. Ef þú ert þakklát/ur fyrir það sem er (Meðtalið allt sem gerist í skóla lífsins), þá fyrst getur þú boðið sífellt meira af jákvæðri orku inn í líf þitt.
Grein þýdd og tekin af: http://beyondblindfold.com/how-negative-energy-affects-your-life-and-how-to-clear-it/

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is. Við hvetjum þá sem vilja koma sínum skoðunum áfram til þess að senda okkur grein. 

SHARE