Hér á landi er nafnið Bobby Norris ekki þekkt nafn en hann leikur í Breska raunveruleikaþættinum The only way is Essex, sem ekki er frásögu færandi nema að því leyti að hann er við tökur á þættinum á Ibiza og ákvað að skella sér á ströndina í hreint út sagt athyglisverðum “sund”fatnaði. Þessi múndering hefur í erlendum fjölmiðlum verið kölluð Bobby Ball Bag sem á íslensku myndi þýðast sem kúlupoki Bobbys. Ekki er vitað hvort þetta sé alþjóðlegt nafn þessa fatnaðar eða ekki en eitt er ljóst að þetta fellur ekki að smekk allra!
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann skellir sér á ströndina í fatnaði sem teldist frekar óhefðbundinn því hann var á ströndinni í spænska bænum Marbella um daginn með kærasta sínum og voru þeir myndaðir í eins sundfatnaði, bara í sitthvorum litnum.
Þessi skýla mun örugglega skilja eftir sig áhugavert sólarfar.
Getið þið ímyndað ykkur að þetta sé þægilegt? Hvað finnst ykkur? Erum við að horfa á sumartísku íslenskra karlmanna í sundfatnaði fyrir árið 2015?
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.