Áhugavert myndband um einelti – Myndband fyrir fullorðið fólk

Þetta er áhugavert myndband fyrir alla. Ungar stúlkur sem eru leikarar þykjast vera að leggja eina stúlkuna í gróft andlegt einelti í almenningsgarði.
Tilgangur myndbandsins er að sjá hvernig fullorðna fólkið sem sér til þeirra bregst við.
Sumir labba framhjá án þess að gera nokkurn skapaðan hlut en aðrir og þá aðallega konur blanda sér í málið.

Það áhugaverða er ekki hverjir blanda sér í málið heldur hvernig það sem stingur er að þessar fullorðnu konur fara á sama plan og þær stúlkur sem eru að stríða og leggja í einelti. Konurnar kalla þær allavega nöfnum og leika þær með ögrandi og ljótu látbragði.

Mælum með því að fólk horfi á myndbandið og deili.
Það skiptir verulegu máli hvernig við fullorðna fólkið tökum á eineltinu.
Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”If6McCdJIgU”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here