Ákvörðun sem er henni stöðugt í huga

Rapparinn Nicki Minaj opnar sig í fyrsta skipti á nýjustu plötu sinni, The Pinkprint, en í nýju viðtali við tímaritið Rolling Stone segist hún vera að taka persónulega nálgun í tónlistina.

Á plötunni fer Nicki inn á viðburði í lífi sínu sem hún hefur aldrei áður deilt með aðdáendum sínum, þar á meðal þegar hún varð ólétt sem unglingur og fór í kjölfarið í fóstureyðingu.

Nicki varð ólétt í menntaskóla eftir þáverandi kærastan sinn sem var fyrsta ástin í lífi hennar.

Ég hélt ég myndi deyja. Ég var unglingur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum.

Ákvörðunin er henni stöðugt í huga og viðurkennir Nicki að það væri misvísandi ef hún segist ekki vera hlynnt fóstureyðingum. Hún hafi langt því frá verið tilbúin né hafi hún haft eitthvað til að bjóða barninu.

Rapparinn segist eiga oft í erfiðleikum með það að ákveða hvaða tilfinningum hún eigi að deila með almenningi, en á plötunni fer Nicki einnig inn á erfiðleikana sem hún gekk í gegnum eftir að hún og kærasti hennar til 11 ára hættu saman.

Ungfrú Minaj er nú komin á þá skoðun að það sé engin ástæða fyrir hana að fela tilfinningar sínar, hún sé viðkvæm kona og að hún sé stolt af því.

minaj1f-1-web

Tengdar greinar:

Nicki Minaj gefur óvænt og orðalaust út stuttmynd

Nicki Minaj kolsvört dómína í nýju BDSM myndbandi við ONLY

Feeling Myself: Óútkominn smellur frá Beyoncé og Nicki Minaj lekur á netið

SHARE