Ólafur Einir Jr Birgisson skrifaði þetta í dag á facebook síðu sina:
etta var þegar ég var ný búinn að fá á mig dóm fyrir fíkniefnasölu og þegar ég bjó í sófum hjá hinum og þessum í Rvk.
Ég notaði fíkniefni á hverjum degi, og fannst það svo slæmt að ég faldi það meira að segja fyrir þeim sem ég djammaði með. Man að ég fékk tvær vinnur þarna í Rvk og var ég rekinn úr þeim báðum útaf neyslu, man líka að ég átti engan pening fyrir mat og borðaði því sjaldan eitthvað af viti, nema þegar einhver góður gaf mér mat, ég var 60kg. þegar ég fór inn á Vog í byrjun júní 2009.
EN í dag er ég að útskrifast sem stúdent, og á leið í áframhaldandi nám.Langar bara að segja Takk við ykkur öll, hefði aldrei getað neitt af þessu án ykkar.
Það er frábært þegar fólk nær að sigrast á fíkninni og gerir eitthvað gott við lífið sitt. Þetta er gott dæmi um að það er hægt að bæta sig og þessi saga getur verið hvatning fyrir aðra sem eru í sömu sporum og hann var eitt sinn í.