Samfélagsmiðlar eru stórir í lífi margra og flestir að minnsta kosti með einn samfélagsmiðil. Í kjölfarið hafa margir orðið helteknir af útliti sínu og leitað ýmissa leiða til að ná ákveðinni „fullkomnun“. Húðin á að vera fullkomin, engar sjáanlegar svitaholur, nefið fullkomið, kinnbeinin nógu stór, en alls ekki of stór, varirnar kyssulegar, engin hrukka, engir baugar eða litamunur á andliti, engin undirhaka og kjálkalínan á að vera sjáanleg. Það væri endalaust hægt að telja upp en þið vitið hvert við erum að fara. Þegar við notum orð eins og fullkomnun er auðvitað ekki hægt að segja hvað, hverjum um sig finnst vera fullkomnun, en það virðist vera að komið sé einskonar „mót“ sem allir vilja passa í.
Fræga fólkið verður auðvitað vart við þessa breytingu og öll eldumst við og þær líka. Margar stjörnur hafa leitað til lýtalækna og sóst eftir þessari fullkomnun og því að halda í unglegt útlit sitt. Það eru hinsvegar nokkrar stjörnur sem hafa prófað lýtaaðgerðir en hafa sagt frá því að þær muni ekki gera það aftur.
Jamie Lee Curtis
Courteney Cox
Jessica Simpson
Jane Fonda
Jane Fonda (84) hefur verið þekktust fyrir sitt frábæra líkamlega form og þakkar það heilbrigðum lífstíl og miklum æfingum. Hún hefur þó sagt frá því að hún hafi einu sinni farið í andlitslyftingu og segist ekki vera stolt af því. Hún segist hafa hætt öllu svona því hú hafi ekki viljað verða „afmynduð“.
Melanie Griffith
Melanie Griffith(65) segist sjálf hafa farið yfir strikið í lýtaaðgerðum fyrir yfir 20 árum síðan og það hafi haft mikil áhrif á útlit hennar. Hún viðurkennir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir hversu breytt hún hafi verið fyrr en fólk fór að benda henni á það. Melanie sagði: „Ég var svo sár“ en svo segist hún hafa áttað sig og farið til annars læknis sem fór að leysa upp fylliefnin til að líta „eðlilegar“ út.