Alexandra Sif er ung og efnileg stelpa sem getið hefur sér gott orðspor í fitnessheiminum. Ég man alltaf eftir Alexöndru þegar við vorum saman í nemendaráði í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þá var hún ekki byrjuð að keppa en ég man alltaf eftir því þegar ég var að vinna á fitness móti við að kynna fæðubótaefni, þá leit ég á sviðið og sá ljóshærða stelpu sem mér fannst áberandi flottust, mér fannst ég kannast við hana en kom því þó ekki fyrir mig hver það væri. Eftir að hún hafði unnið í sínum flokki var nafnið hennar auðvitað kallað upp & þá áttaði ég mig á því að þetta væri sama stelpan og var með mér í nemendaráði fyrir nokkrum árum. Ég hef aðeins fylgst með Alexöndru síðan og séð framfarir hennar, hún keppti fyrst í módelfitness en núna á síðasta móti ákvað hún að breyta til og keppti í fitness.
Hvernig & hvenær kviknaði áhugi þinn á fitness & þessum lífsstíl? hvernig byrjaði þetta allt saman?
Ég hef alltaf heillast af þessum lífstíl og langaði strax í framhaldsskóla að setja stefnuna á að keppa einhverntíman.
Alltaf eftir mót hér á landi var ég á fitness.is að skoða skrokkana og láta mig dreyma.
Ég var ekki viss um að ég hefði það sem þyrfti, þá ekki metnaðarlega séð heldur grunnin, en genin skipta einnig gríðarlega miklu máli.
Ég var líka dáldið mikill gaur í mér í menntaskóla, í carharrt buxum með afahúfu og frekar óánægð með mig svo ég sá þetta ekki gerast.
Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
Týpískur dagur er mjög mismunandi eftir því hvort stefnan er sett á mót eða ekki.
Þegar ég er að fara keppa byrja ég morgnana yfirleitt á því að fara í morgunbrennslu svo beint í vinnuna og æfing í hádeginu eða eftir vinnu.
Vinn sem fjarþjálfari hjá betriarangur.is svo hluti af minni vinnu er að halda mér í formi, mæta á æfingar og stunda hollan og heilbrigðan lífstíl.
Á kvöldin er það svo bara kósý heima ef ég er ekki að vinna frameftir!
Hvernig var tilfinningin þegar þú vannst þitt fyrsta mót?
Sú tilfinning er eitthvað sem ég get ekki lýst.
Til að byrja með var ég búin að keppa nánast í ár áður en ég náði þeim árangri, var þetta einnig fyrsta skipti sem ég keppti í þessum flokki,
Ég trúði ekki að þetta væri að gerast, enda get ég hlegið af myndunum sem teknar voru af mér þegar nafnið mitt var kallað upp ég var í sjokki og hélt það myndi bara líða yfir mig af gleði..
Mjög sætur sigur!
Nú varstu fyrst í módel fitness en fórst svo í fitnessið, hvað var það sem fékk þig til að breyta um flokk? ertu til í að segja mér aðeins frá því sem þú þurftir að leggja á þig til að komast á þann stað sem þú ert nuna?
Þegar ég byrjaði að keppa í þessu sporti var ég frekar grönn, ég keppti fyrst árið 2010.
Síðan þá hef ég stanslaust verið að vinna í því að byggja mig betur upp og er það hægara sagt en gert.
Ætlunin var aldrei að færa mig upp um flokk, en mér finnst mikið skemmtilegra að mæta á sviðið og taka fitnesspósur og vera meira dæmd fyrir allt erfiðið sem maður hefur lagt á sig.
Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að þurfa að þyngja sig fyrir fitnessið til að geta köttað, segir Alexandra:
Ég keppti fyrst í fitness fyrir ári síðan en þurfti talsvert að bæta mig því ég var enn í grennra lagi þess vegna tók ég uppbygginguna.
Mitt markmið er alltaf að keppa við sjálfa mig eða vera besta útgáfan af sjálfri mér, því vildi ég mæta sterkari til leiks núna ári eftir að ég vann sem ég hef því verið að gera er svokallað bulk eða þynging og svo köttað fyrir mót.
Hægara sagt en gert og er ég eiginlega í sjokki að ég hafi virkilega getað þetta í öll þau skipti sem ég hef gert þetta.
Það þarf klárlega mikinn viljastyrk til að gera það sem þú hefur verið að gera, var það ekki erfitt andlega að þurfa að þyngja sig og svo skera niður fyrir fitnessið? það hlýtur að hafa verið mikil breyting fyrir þig sem ert alltaf vön að vera frekar grönn og í góðu formi
Þetta er náttúrlega val sem ég tek sjálf fyrir bætingar, en þetta var algjör tilfinningarússíbani.
Bæði líkamlega og andlega erfitt, hef aldrei séð líkamann minn svona áður og því var erfitt að horfa á sig í spegli í endan.
Ég komst heldur ekki í fötin mín lengur og var örugglega ekki mjög skemmtileg við kærastan minn á meðan þessu stóð, en hann fékk örugglega mest að finna fyrir þessu.
Sömuleiðis var erfitt að heyra fólk tala um mann, en þar sem þetta er svo lítið land fær maður að heyra mest megnið af því sem sagt er um mann.
Eins og staðan er í dag þegar ég er búin að kötta eða skera niður er bara eins og þetta hafi samt aldrei gerst.
Hér er Alexandra fyrir og eftir uppbyggingu og “kött” fyrir síðasta mót, þvílíkur munur!
Nú eru margir sem tala um að þeir hafi ekki tíma í ræktina og að borða hollan mat, hvað myndir þú ráðleggja þeim? hvað gerðir þú til þess að skipuleggja þig ?
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og krefst þess að vera vel skipulagður!
Þá skiptir hollt og gott mataræði alveg mestu máli, er rúmlega 80% af öllum árangri, æfingarnar eru svo til að móta samhliða því. Stærsta skrefið er að byrja og aldrei að rífa sig niður og svekkja sig á því þegar maður misstígur sig, heldur rífa sig upp aftur og koma sterkari inn fyrir vikið.
Það sem mér finnst líka skipta gríðarlega miklu máli og spila nánast jafn mikið og mataræðið er andlegi þátturinn. Ekki fara út í öfgar, setja sér raunhæf markmið og gefa sér góðan tíma og læra þennan lífstíl í staðin fyrir að fara í eitthvað átak. Bæði þegar markmiðið er að grenna sig eða þyngja.
Mér finnst mjög gott að skipuleggja matin minn deginum áður og fer ávallt með nestistösku í vinnuna, svo held er ég með dagbók til að skipuleggja daginn minn vel
Ef þú villt fylgjast með Alexöndru getur þú kíkt á bloggsíðu hennar hér
Mynd eftir Kristján Frey