Það er stór ákvörðun í lífi margra stúlkna þegar þær fá fyrst göt í eyrun. Ég man ennþá eftir deginum sem ég fékk mín fyrstu göt og hvað mér fannst ég fullorðin með eyrnalokka.
Sumar stelpur fá göt í eyrun mjög snemma og þá er það vanalega ákvörðun móður þeirra að láta gata eyru barnanna. Auðvitað eru svo margir litlir og stórir strákar sem fá sér göt í eyrun líka.
Sjá einnig: Ert þú með svona við eyrun á þér?
Það eru margir með fleiri en tvö göt í eyrunum og hægt að láta gata nánast hvar sem er í eyrunum. Hér eru nokkur dæmi um flottar gatanir, að mínu mati.
Heimildir: Thestir.cafemom.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.