Alheims brjóstagjafarvikan er hafin – Ein besta næring sem ungbörn geta fengið

Í gær byrjaði alheims brjóstagjafarvikan eða the world breastfeeding week. Tilgangur hennar er að veita mæðrum sem eru með börn á brjósti stuðning. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að upplýsa mæður um ávinnings brjóstagjafar og þess að upplýsa mæður um þær aðferðir sem gott er að nota til að brjóstagjöfin gangi sem best.

Eins og við vitum flest er brjóstamjólk ein besta næring sem ungbörn geta fengið. Rannsóknir sýna að brjóstagjöf hefur minnkað og því er mikilvægt að bæði móðir og ættingjar séu meðvitaðir um mikilvægi þessarar góðu næringar. Það getur verið nauðsynlegt fyrir móður að hafa stuðning frá fólkinu í kringum sig svo brjóstagjöfin gangi vel.

Hér er hægt að nálgast síðu verkefnisins og þar er hægt að fá allar upplýsingar um þetta frábæra framtak.

SHARE