Hún hefur kannski unnið til 15 Grammyverðlauna og á æðislega fallega fjölskyldu, en Alicia Keys hefur nú komið fram með stóra játningu varðandi lamandi óöryggi sitt.
Hún hefur farið í gegnum það ferli að þurfa að sætta sig við sjálfa sig og leiðina sem hún fór til að verða manneskjan sem hana langaði til að vera.
Hún segir að frá því hún man eftir sér fyrst hefur hana alltaf langað til að fela sjálfa sig. Það byrjaði fyrst í skóla þegar hún var fljót að læra hluti og komst oft á tíðum í uppáhald hjá kennurum sínum eða að kennarar hennar notuðu hana sem dæmi. Hún man eftir því að vinir hennar gerðu oft grín af henni fyrir að vera öðruvísi, svo hún byrjaði að fela sig smátt og smátt.
Hún segir að frá unga aldri hafi hún fengið mikið af athygli frá mönnum, sem hún kærði sig ekki um vegna vaxtarlags síns. Hún varð því mjög meðvituð um sjálfa sig og fór að klæða sig minna áberandi til að forðast athygli. Hún valdi sér að vera ekki með skæran varalit eða lítinn farða og vera með hárið í tagli eða vera með hatt, til þess að forðast að það væri blístrað á hana á götum New York borgar.
Sjá einnig: „Sjálfshatrið er eitthvað sem ég berst við á hverjum degi“
Fyrr en varði var fólk farið að efast um kynhneigð hennar, vegna látlauss klæðaburðar, en nú hefur hún aldeilis risið fyrir ofan fortíð sína og segir stopp við þessari líðan.
Þú mátt vera gáfuð
þú mátt vera falleg
þú mátt hafa þínar skoðanir þó að aðrir séu ekki sammála
Þú hátt vera hörð af þér
þú mátt vera kynþokkafull
Þú mátt vera hugrökk
Þú mátt hafa línur
Þú mátt vera góð
Þú mátt vera þú sjálf
Sjá einnig: „Hæ! Sjáðu myndina af mér og segðu mér að þig líki vel við mig“
Getiði hvað? Ég get verið allir þessir hlutir á sama tíma. Ég þarf ekki að hætta einu til að vera annað. Ég þarf ekki að fela mig lengur, ég þarf ekki að þykjast og halda aftur af mér, ég þarf ekki að hugsa að fegurð mín sé ógnandi öðrum. Hverjum er ekki sama? Ég þarf ekki að hugsa um að klaufskan mín, kjánaskapur og bjartýni sé eitthvað sem ég get ekki verið stolt af! Ég fékk 28.000 þannig daga. Svo hverju í fjandanum er ég að bíða eftir?
Sjá einnig: 6 merki þess að fólk sé að leyna litlu sjálfstrausti
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.