Alkinn sem gat ekki – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Ég er einn af þessum óheppnu mönnum sem heldur að stundum sé í lagi að drekka. Ég er reyndar líka einn af þessum mönnum sem veit að ég get get ekki drukkið. Ég er einn af þessum mönnum sem kallaðist góðkunningi lögreglunnar í gamla daga. Ég er einn af þessum sem hefur farið margoft í meðferð.

Nú er ég að fara í eina ferðina enn í meðferð og enn og aftur eru allir svo hissa á því … „en ertu ekki búin að vera edrú?“, „ ertu ekki búin að ná stjórn á þessu?“ og „hvers vegna ég er alveg búin að sjá þig djamma og það hefur ekkert verið athugavert við hvernig þú drakkst eða hegðaðir þér?“og svo fram eftir götunum, ég gæti sennilega haldið áfram að skrifa svona línur í viku.

Margir sem ég þekki og hef unnið með skilja ekki hversvegna ríkið ætti að eyða peningum í SÁÁ, jú það vegna manna eins og mín, fólk sem vinnur sína vinnu gerir allt sem það á að gera gera en er samt sífellt að drekka.

Í dag virka ég ekki nema drekka, ég gæti unnið sem gjaldkeri banka og sinnt mínu starfi algjörlega perfect, en eftir vinnu daginn verð ég að fá mér í glas.

Hvers vegna?

Jú, vegna þess að „Siggi bróðir kom í vinnuna í dag og tók út pening.“, „það kom til mín kall sem þurfti að borga stöðumælasekt og var ógeðslega pirraður við mig“, „það var sól í allan dag meðan ég var að vinna“, „það ringdi í allan dag“ og ég gæti endalaust haldið áfram með hversvegna.

Margir spyrja mig líka „hvers vegna að fara á Vog?“Jú, það er bara þannig með fólk eins og mig að það er sama hvað ég reyni, ég hætti ekki að drekka. „Hvers vegna hættirðu bara ekki“, „hversvegna er geturðu ekki bara gert þetta heima .. verður bara heima og sleppir því að drekka í nokkra daga“ og „hvers vegna þarftu að fara á Vog?”

Ég þarf að fara á Vog vegna þess að ég get ekki hætt að drekka. Ég er töffari af guðs náð og ég gert allt sem þér dettur í hug nema hætta að drekka.

Það er ekki eins og ég sé sé búin að ákveða að drekka áfram ..
Það er ekki eins og ég sé búin að ákveða að halda áfram að særa fólkið í kringum mig.
Það er ekki eins og mig langi til þess að halda áfram.
Það er vegna þess að ég er alkóhólisti.

Sem þýðir að ég drekk eða dópa. Ekki endilega vegna þess að það sé gaman eða gott, heldur vegna þess að heilinn í mér segir mér að ég geti ekki án þess að nota. Vegna þess að heilinn í mér segir mér allt sé betra ef ég nota. Vegna þess að heilinn í mér segir mér að ég geti ekki lifað án þess að nota. 

Það hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvað ég vil gera. Það hefur með það að gera hvort ég lifi eða dey. Ein af grunnþörfum mannsins ..„að vera til.“

Ég vel ekkert ef ég nota ..það sem ég nota velur fyrir mig… það tekur yfir alla mína skynsemi og vilja.

Það skiptir ekki máli hversu greindur, snjall eða „successfull“ ég er .. það hefur ekkert með þetta að gera.

Núna var ég að fá símtal frá Vogi ég má mæta í næstu viku, ég bað um það af því ég veit að ef ég næ ekki að hætta missi ég allt og fyrsta hugsun var „djöfull voru þeir snöggir núna,“ „ætti ég að segja nei,“ „hvers vegna voru þeir svona snöggir í þetta skiptið,“ „mun ég missa restina ef ég fer í burtu?“ „á ég einhverja von eða fer ekki bara allt í sama farið aftur?“ , „til hvers er ég að reyna, ég veit hvernig fer og ég mun hvort eð er missa allt,“ „útaf hverju á ég að vera að eyða skattpeningum ríkisins í það eitt að reyna að láta mér líða betur?“

Þetta er bara brot af því sem gengur í gegnum huga minn þegar ég veit að ég kemst inná Vog.

En það sem stendur upp úr öllum haugnum er: „hvers vegna ætti ég að reyna að aftur, get ég höndlað það að klikka aftur, get ég höndlað það að missa allt eina ferðina enn, væru ekki bara allir best settir ef ég hyrfi úr þessum heimi, þá særi ég engan, meiði engan, lendi ekki aftur í fangelsi og framvegis.“

Það er ekkert gott að fara á Vog, það er ekkert sem ég óskaði eftir.
Það er ekkert sem mig langar til að gera, að mæta á náttfötin eina ferðina enn, fá spurningarnar: hefurðu komið áður og framhaldi af þvi hversu oft og svo hevrs vegna kemurðu alltaf aftur?

Jú ég kem aftur vegna þess að ég vil verða eins og allir hinir. Ég vill geta sinnt minni vinnu, lifað einhverju sem kallast líf, elskað börnin mín, elskað maka minn, elskað fjölskylduna mína.

Ég vil vera eins þið.

Þó ég viti að sennilega get það aldrei.

En ég ég fer samt og ég mun halda áfram að reyna því ég veit að þegar ég hætti að reyna er ég dauður.

 

 

SHARE