Hún Peggy Coppum er einn stærsti aðdáandi Colorado Buffaloes og fékk óvæntan glaðning á leik nýverið.
Peggy hefur stutt liðið sitt síðan hún fór á sinn fyrsta leik um árið 1940 og hefur aðeins misst af þremur heimaleikjum liðsins síðan 1966, sem þýðir að hún hefur mætt á um það bil 400 leiki.
Þegar Peggy varð 100 ára kom allur leikvangurinn saman og söng afmælislagið fyrir gömlu konuna. Svo fallegt!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.