Allir elska ástina – Njótum samverunnar í dag

Eins mikið og mörgum líkar illa við þennan dag þá eru ennþá fleiri sem elska hann. Mér persónulega finnst ágætt að hafa daga í árinu sem minna mig á að rækta sambandið mitt og njóta þess að vera til. Ég hugga mig við það að það er líka til dagar eins og Bolludagur og Sprengidagur sem hjálpar mér að muna að borða súkkulaði og aðra eins óhollustu. Ekki að það þurfi mikið að minna mig á það.

Ástin spyr ekki um stað og stund.

Í nútímasamfélagi gleymist iðurlega að rækta það sem er mikilvægast, sambandið okkar við þann sem stendur manni nærst. Samband er vinna og stundum þarf daga eins og Valentínusardag til að minna mann á taka pásu frá amstri dagsins og rækta sambandið sitt og taka þetta einu skrefi lengra heldur en á hefðbundnum degi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gleðja okkur oft mest og það að finna að makinn mans sé tilbúinn að leggja eitthvað aukalega á sig sama hversu lítið það er lætur manni líða eins og maður sé sérstakur. Að elska og vera elskaður er mögnuð tilfinning sem allir ættu að fá að upplifa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Í upphafi sambands er markmiðið alltaf  „hvað get ég gert til að láta henni/honum líða sem best“ tilfinningin við það að gleðja hinn aðilann er svo góð og að það gerir allt sambandið meira spennandi. Það er eins og allir dagar séu Valentínusardagur, það því miður breytist svo oft yfir í “ hvað er hún/hann að gera fyrir mig”  Um leið og við förum að velta okkur upp úr því hvað hinn aðilinn er að gera fyrir okkur þá fer ánægjan að minnka.

Venjum okkur á að gleðja makann okkar og við fáum glaðning til baka.

Eins og ég hef oft talað um áður þá eru karlmenn og konur afar ólík og við tæklum lífið á mismunandi hátt. Til dæmis fyrir marga menn eru vandamál ekki eitthvað sem þarf að ræða í þaula heldur leysa, ef það er ekki hægt að leysa það núna þá skulum við bara gleyma því. Konur hinsvegar vilja ræða málið og kryfja vandamálið. Fá tilfinningu fyrir því af hverju vandamálið er og vinna úr því oftar en ekki akkúrat þegar hinn aðilinn vill ekkert heitar en að horfa á enska boltann eða fara að sofa. Með því að skilja hvort annað og átta okkur á því að við erum ekki eins og munum ekki verða það verður sambandið auðveldara og það kemur í veg fyrir gríðarlega mörg óþarfa rifrildi.

Þetta er ekki spurning að konur séu frá Mars og karlar frá Venus. Allir menn hafa kvenlega hlið og allar konur hafa karlmannlega hlið. Þetta er allt bara spurning um að sameina leikreglurnar okkar og finna meðalveginn.

Ef ástríðan í sambandinu er farinn að dofna þá getið þið huggað ykkur við að hún er einhverstaðar, þið þurfið bara að finna hana. Eitt er alla veganna víst að hún er ekki fyrir framan sjónvarpið eða í símanum ykkar. Njótum samverunnar í dag og gerum eitthvað sérstakt í tilefni dagsins fyrir makann okkar. http://credit-n.ru/offers-zaim/online-zaym-na-kartu-payps.html http://credit-n.ru/kurs-cb.html

SHARE