Allir gefa vinnu sína – Styrktartónleikar Stígamóta í apríl

Styrktartónleikar Stígamóta verða í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00. Fram koma Páll Óskar og Mónika, Eyþór Ingi, Valgerður Guðnadóttir, Andrea Gylfadóttir, Lay Low og Ellen Kristjánsdóttir.

Þau eru þrjú sem skipuleggja tónleikana, þau Jón Skúli Traustason, Signý Árnadóttir og Sirrý G.S. Sigurðardóttir, en þau ásamt flytjendum gefa vinnu sína, afnot af Fríkirkjunni eru án endurgjalds og Exton útvegar hljóðkerfi.

Hún.is talaði við Jón Skúla: „Ég, Signý og Sirrý erum að læra Tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands og erum í kúrs í Viðburðarstjórnun. Þegar ég heyrði af því að hluti af námskeiðinu var að skipuleggja viðburð datt mér strax í hug að skipuleggja styrktartónleika fyrir Stígamót. Fólk, mér nákomið hefur þurft að leita sér aðstoðar hjá Stígamótum svo ég þekki vel hve mikilvægt og þarft starf er unnið þar.“

Jón segir jafnframt að allt það tónlistafólk sem hann náði að tala við sagði strax já við að koma fram, sama var með tónleikastað og hljóðkerfi. Allur ágóði af tónleikunum mun renna óskiptur til Stígamóta.

Miðasala fer fram á midi.is  og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni. Miðaverð er 2.500.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here