GQ og fleiri slúðurblöð erlendis hafa haft gaman að því hversu marga „tvífara“ Ryan Gosling, við Íslendingar teljum okkur eiga. Á GQ segir:
„Ryan Gosling kom til Íslands vegna vinnu í vikunni og voru nokkrir Íslendingar teknir í misgripum fyrir leikarann og olli það oft á tíðum ringulreið á þessari litlu eyju.
Það sem okkur þykir enn ruglingslegra er að þær myndir sem við höfum séð af þessum „tvíförum“ eru alls ekki líkar Gosling og við veltum fyrir okkur hvort að ekki séu til speglar á Íslandi eða hvort sjálfstraust manna sé bara svona einstaklega mikið?“