Allir í skólann á morgun!

Grunnskólakennarar hafa skrifað undir nýj­an kjara­samn­ing við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, svo börnin eiga að mæta í skólann á morgun.

Grunnskólakennarar höfðu boðað vinnustöðvun á morgun, 21. maí, og á þriðjudag, 27. maí, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Kjaraviðræðum kennara var vísað til ríkissáttasemjara í mars eftir nokkurra mánaða árangurslausar viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar um efni og innihald samningsins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

SHARE