Allir orðnir pirraðir á Ben Affleck í meðferðinni

Ben Affleck tekst á við fíknivanda sinn þessa dagana en er ekki að fara að ráðleggingum lækna sinna. Honum var ráðlagt að vera ekki að fá Shauna Sexton, kærustu sína, í heimsókn en hún mætir samt aftur og aftur á svæðið.

Shauna mætti á meðferðarheimilið og dvaldi hjá Ben í um 4 klukkustundir.

Sjá einnig: Ben Affleck yfirgefur meðferðarheimilið

Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline er Ben að reyna að stytta sér leið í gegnum meðferðina.

„Hann segir bara það sem hann heldur að teymið vilji heyra og það eru margir orðnir mjög pirraðir á honum, því hann hlustar ekki,“

segir þessi heimildarmaður og bætir við að enginn eigi von á því að hann verði þarna í viku í viðbót, hvað þá tvær vikur. Affleck hefur verið ráðlagt að vera ekki að hitta Shauna en hann fer ekki eftir því og heimildarmaðurinn segir að „allir telji hana vera að nota Ben.“

Sjá einnig: Ben sagði frá öllum sínum hliðarsporum

 

SHARE