ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
————————
Ég heiti X er með hálfgerða Anorexiu. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki hvernig staðalímyndin er í þessum heimi. Alltaf sá maður, þegar maður var yngri, að það var fallegast að vera sem grennst, með mjóar lappir og beinin smá standandi út. En ég held samt að aðalástæðan fyrir því sé að alltaf frá því ég var lítil hef ég aldrei þolað hvað ég var mikil massi. Ég vildi vera með svona mjóar lappir eins og systur mínar. Og ég fékk sko aldeilis að heyra frá litlu systur minni að ég væri ekki með mjóar lappir.
Í hvert skipti sem ég fór í bxurnar hennar brjálaðist hún, og sagði að ég mundi stækka buxurnar hennar svo mikið og alltaf braut það mig niður að heyra þetta. Einn daginn var ég að máta gamlar buxur og systir mín lét mig sko heyra það, að ég væri ekki með nógu grannar lappir eða nógu grönn til að fara í þær og sagði: „Þær eru alltaf litlar á þig x þú passar sko ekki í þetta.“ Akkúrat á þessu augnabliki brotnaði allt og ég ákvað að ég ætlaði sko að sýna henni að ég væri með nógu grannar lappir og nógu grönn til að geta farið í hvað sem er og þar byrjaði þetta allt.
Ég hef sjálf alltaf verið grönn en algjör massi en núna seinustu tvö ár hefur mér fundist vera svo mikil pressa á mér að vera þessi fullkomni módellíkami svo ég fór að minnka allt það óholla borða bara hollt hreyfa mig mjög mikið. Það hélt áfram svo fór það þannig að ég fór að brenna eftir hverja máltíð. Ég fór að léttast mikið og blæðingarnar stoppuðu og allt í einu var ég kominn niður í 42,9 kíló. Áður en ég léttist svona mikið var ég að fá hrós, fólk spurði hvort ég hafði grennst og að ég liti rosalega vel út. Í fyrsta skipi var ég virkilega ánægð með hvernig ég sjálf leit út.
En öll þessi hrós voru ekki lengi að breytast í áhyggjur. Fólk fór að spyrja mömmu mína og systur hvort ég væri nokkuð með Anorexíu og af hverju ég væri orðin svona rosalega grönn. Mamma fór að hafa rosalega áhyggjur og ég var ekki ánægð með það því ég vildi ekki að hún væri leið, en alltaf þegar ég leit í spegill sá ég þessi stóru læri, sem eru alls ekki stór og í raunini eins og tannstönglar, þennan stóra maga sem er í rauninni svo örmjór, svo ég hélt áfram.
Svo var þetta að verða komið alltof langt þannig ákveðið var að ég færi norður til systur minnar til að láta mér líða aðeins betur. Þar fékk ég vel að borða, en ég hætti ekki að brenna matnum ég gerði það um leið og ég gat, sem var ekki oft, þannig ég náði aðeins að lagast varð aðeins líflegri. Stuttu seinna þegar ég fór heim og var búin að vera heima í nokkra daga var ég eiginlega aftur kominn niður. Frænka mín sem er einkaþjálfari fór að hafa virkilegar áhyggjur og segja mér frá öllum hættunum sem fylgir þessu ferli. Ég fór í mælingar og nú átti sko að fara að breyta til og ég fékk lyftingarprógram því núna ætla ég að massa mig upp. Það var rosalega erfitt og tók mjög á andlega að hætta að hugsa um að brenna öllu sem ég borða og fara að lyfta bara og bæta á mig massa. En það er ég búin að gera seinustu daga og strax er farinn að sjást árangur vöðvarnir farnir að stækka og koma aftur og andlitið orðið fylltar og þá núna loks átta ég mig á því að það er ekki þessi fullkomni líkami að vera með mjó læri og beinin standandi út, en jújú auðvitað verð ég mjög grönn ennþá en ég verð með massa. Ég verð heilbrigðari því það er svo mikið flottara, maður þarf bara að átta sig á því.