Danshópurinn Flying Steps sýndi mikil tilþrif á frumsýningu Red Bull Flying Bach í Eldborg, Hörpu á föstudagskvöld. Að sýningu lokinni var dynjandi lófaklapp frá áhorfendum á öllum aldri, allt frá 4 ára til 80 ára og áhorfendur voru af ýmsum toga, allt frá breikdönsurum til balletdansara og áhugamanna um J.S.Bach.
Red Bull Flying Bach kom klassíska heiminum í Hörpu sannarlega á óvart með því að blanda saman breikdansi við ballet og tónverk eftir Bach.
„Íslenskir áhorfendur eru frábærir“, segir Benny Kimoto; dansari í danshópnum Flying Steps frá Berlín. – „Við vissum að þetta væri góð sýning þegar allir áhorfendur fóru að klappa og fagna strax og við snérum okkur á höfðinu fyrst. Það var mikið klappað á meðan sýningu stóð svo að við fórum af sviðinu með frábæra tilfinningu í maganum.“
Flying Steps eru fjórfaldir heimsmeistarar í breikdansi og með samblandi af heljarstökkvum, smellum (“popping and locking”), breikdansi og hringsnúningum á hvolfi myndgera þeir Vel tempraða hljómborðið (“Das Wohltemperierte Klavier”) eftir Johann Sebastian Bach. Bilið þurrkast út á milli klassískrar tónlistar og menningu unga fólksins sem gerir sýninguna áhugaverða fyrir alla fjölskylduna.
„Geggjuð sýning!!! Eins og sumt væri tölvugert“, segir Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður.
„Þessi uppsetning var algjör snilld. Það var frábært að sjá svona gjörólíka heima blandaða saman í eitt verk. Gamli tíminn og nýi tíminn að mætast“, segir Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta sem er nýflutt heim frá Hollywood.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.