Allt um Einelti frumsýnd í Bíó Paradís 27. febrúar 2014

Allt Um Einelti er 90 mínútna löng fræðslumynd fyrir fullorðna, sem fjallar um einelti meðal grunnskólabarna út frá ýmsum hliðum og fer yfir nokkrar aðferðir til að draga úr því. Í myndinni er rætt við gerendur, þolendur og fagfólk ásamt því að skoðaðar eru ýmsar rannsóknir tengdar efninu. Gerð myndarinnar var meðal annars styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkur, hlaut Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2012 og var tilnefnd til Foreldraverðlauna Landssamtaka Foreldra: Heimili og Skóli 2013.

 

einelti

 

Á frumsýningunni mun borgarstjórinn í Reykjavík opna fyrir aðgengi að myndinni í heild sinni á vefsíðunni Einelti.com þar sem almenningur getur notið hennar endurgjaldslaust um ókomna tíð. Einnig verður hægt að hala niður háskerpu útgáfu myndarinnar. Ætlunin með þessu er að dreifa myndinni sem víðast og verður sérstök áhersla lögð á dreifingu til menntastofnana landsins.

Stikla úr myndinni:

 

Þú getur fundið meira efni hér á heimasíðu einelti.com og facebook síðu þeirra hér.

 

einelti2

 

SHARE