Loksins Loksins…… Rögguréttir 2 er í prentun og er væntanleg sjóðheit úr prentsmiðjunni á næstu dögum.
Við hjá hun.is höfum verið að birta uppskriftir úr Rögguréttum 1 við miklar vinsældir lesenda og margur lesandi hvatt Röggu til að gefa út bók nr 2.
Nú hefur hún látið verða að því og hefur sama háttinn á og við útgáfu fyrri bókarinnar.
ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL UMHYGGJU FÉLAGS LANGVEIKRA BARNA:
Við erum stoltar af því að taka þátt í þessu góðgerðaverkefni og nokkrar af okkar vinsælustu uppskriftum birtast í Rögguréttum 2.
Kveikjum nú á kærleiksorkunni og látum góðgerðaverkefni stækka jólaandann.
Þeir sem vilja tryggja sér eintak í forsölu mega greiða inn á reikning 0331-26-003260, kt. 671118-0730 og senda kvittun á roggurettir@gmail.com.
Bókin kostar 2.500,- og ef fólk vill fá hana senda kostar það 300,- fyrir bókina (2.800,- alls) og senda svo heimilisfangið á roggurettir@gmail.com.
Hægt er að nálgast bókina á skrifstofu ÍAV á Höfðabakka 9, og fyrir þá sem þekkja okkur persónulega sem koma að verkefninu, má alltaf nálgast bókina hjá okkur.
Þegar bókin kemur úr prentun verður hún líka til sölu í Hafinu, fiskverslun, bæði í Spönginni og í Hlíðasmára.
Það er því gríðarleg spenna hjá okkur að taka á móti bókinni úr prentun og byrja að safna pening til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna.
Ragga vill jafnframt koma þökkum til allra sem styrktu verkefnið.
Sjá má allt um verkefnið á facebook síðunni Rögguréttir
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!