Í dag stendur BESTSELLER fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi fyrir öll vörumerki um allan heim. “Einn dagur þar sem við sameinumst og gerum gott”
Viðburðurinn heitir GIVE-A-DAY eða GEFUM DAG á íslensku og gengur einfaldlega út á það að allt sem viðskiptavinir BESTSELLER versla fyrir í verslunum í dag, 10. apríl, verður gefið til góðgerðarmála.
50% af allri sölu verslana okkar hér á Íslandi mun renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50% til alþjóðlegrar samtaka, UNICEF, GAIN og Save the Children/Barnaheill.
Ebba Guðný kynnir verkefnið hér:
Við hjá Hún.is hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að taka þátt í þessu verkefni með að versla eitthvað af Bestseller í dag, 10. apríl og taka þannig þátt í þessu verðuga verkefni.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.