Indverskur drengur lítur út fyrir að vera gamall maður. Jafnaldrar hans eru hræddir við hann og fullorðið fólk sniðgengur hann, en hann er haldinn ótrúlega sjaldgæfum sjúkdómi veldur þessa sérstaka útliti hans.
Sjá einnig: Algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um
Bayezid Hossain er fjögurra ára gamall og kemur frá Bangladesh. Líkami hans er á við gamlan mann en undir yfirborðinu er þar ungur, sérlega skarpur drengur. Hann byrjaði að ganga þegar hann var þriggja ára en var kominn með allar tennur sínar aðeins þriggja mánaða gamall og einkennist sjúkdómurinn á mikilli og hangandi húð, sem gefur útlit aldraðrar manneskju.
Börn með þennan sjúkdóm eiga það til að deyja um 13 ára aldurinn vegna hjartabilunar og er talið að sjúkdómurinn hafi verið innblástur bókar F Scott Fitzgerald um Benjamin Button, sem er um dreng sem fæðist gamall maður og yngist með árunum.
Sjá einnig: Reykti 40 sígarettur á dag – Sjáðu breytinguna!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.