
Annað hvort elskar þú eða hatar þú McDonalds. Ég er einn af þessum fyrrnefndu. Váááá hvað þessi Big Mac er góður
Uppskrift fyrir fjóra:
100 gr.hamborgarar – 4stk
Hamborgara brauð – 4 stk
Ostsneiðar ( finnst gott að nota “Gotti 30%)
Saxaður laukur
Súrar gúrkur(Sneiðar eða saxaður)
Iceberg salat

Sósan Uppskrift:
Majónes – 120 ml
Tómatsósa – 1 msk
Sinnep – 1 msk
Papríkukrydd – 1 tsk
Laukkrydd – 1 tsk
Fínt að setja smá saxaðan lauk og saxaðar súrar gúrkur í sósuna.
Blandið öllu í skál og setjið í kæli í 2-3 klukkutíma


Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.