Alvöru íbúakosningar á vefnum í Reykjavík

Nú eru rafrænar íbúakosningar Betri hverfi 2015 í fullum gangi á vegum Reykjavíkurborgar. Þetta er í fjórða sinn sem Reykvíkingar kjósa um alls konar verkefni í hverfum borgarinnar, en alls hefur borgin þegar varið 900 milljónir í að framkvæma verkefni sem kosin hafa verið síðan 2012.

Í ár mun Reykjavíkurborg eyða 300 milljónum í verkefni sem borgarbúar kjósa en alls er stillt upp allt að 20 hugmyndum að verkefnum í hverju hverfi.  Hugmyndirnar koma allar frá íbúum í hverfunum en hugmyndum var safnað í október 2014 og kom metfjöldi hugmynda inn á vefinn Betri hverfi 2015 eða hátt í 700 hugmyndir.

Hugmyndunum er öllum ætlað að bæta og fegra umhverfið í hverfunum; leiksvæði, útivistarmöguleika, æfingatæki og samgöngur gangandi vegfarenda og hjólandi.  Meðal sniðugra hugmynda í ár eru hjólabrettarampar, hundagerði, flotbryggja til sjósunds í Nauthólsvík, leiksvæði við Grettisgötu 30 og fleira spennandi. Hægt er að skoða allar hugmyndir sem kosið er um hér.

Reykjavíkurborg hefur nú þegar framkvæmt yfir 300 verkefni sem kosin hafa verið í fyrri íbúakosningum. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir fyrri verkefni.

Nú er svo komið að því að þið kæru lesendur, sem búið í höfuðborginni, getið kosið um þau verkefni sem ykkur finnst henta best fyrir hverfið ykkar. Kosið er hér en athugið að notast er við alvöru auðkenni til að komast inn á kosningavefinn. Þannig verðið þið að hafa rafræn skilríki (á farsíma eða á korti) eða íslykilinn ykkar kláran til þess að geta kosið. Prófið endilega að kjósa.

 

 

Screen Shot 2015-02-17 at 12.50.03 PM

 

Hér má sjá nokkur nokkurra verkefna seinasta árs:

Leiksvæði við Arnarbakka voru endurgerð
Leiksvæði við Arnarbakka voru endurgerð
Áningarstaður við Árskóga
Áningarstaður við Árskóga
Leiksvæði við Kristnibraut í Grafarholti
Leiksvæði við Kristnibraut í Grafarholti
Frisbígolfvöllum var fagnað í sumar
Frisbígolfvöllum var fagnað í sumar
Ný leiktæki á leikskólalóð við Rauðhól í Norðlingaholti
Ný leiktæki á leikskólalóð við Rauðhól í Norðlingaholti

 

Endurgerð leiksvæðis við Auðarstræti
Endurgerð leiksvæðis við Auðarstræti

 

 

 

 

 

 

 

 

SHARE