
Ria Van den Brand frá Hollandi ákvað að skella sér í rússíbana til að undirbúa sig fyrir sína fyrstu ferð með flugvél. Ekki er hægt að sjá annað en að hin 78 ára gamla Ria skemmti sér stórkostlega í þessari rússíbanaferð. Það er nú eitthvað annað en Hanna amma mín eftir að ég teymdi hana í gamla góða Víkingaskipið hér den í Dyrahavsbakken í Kaupmannahöfn, sú gamla gubbaði næstum yfir okkur krakkana!