Amma Adele í fullu fjöri

Amma söngkonunnar Adele er í fullu fjöri, 73 ára gömul. Adele hefur alltaf verið náin ömmu sinni, Rose, en árið 2012 féll hún í gólfið í stórmarkaði en hún fékk alvarlegt hjartaáfall. Hún þurfti að fara í aðgerð strax og var Adele allan tímann við hlið ömmu sinnar á spítalanum. Hún afbókaði alla tónleika sína á meðan Rose var á spítalanum og neitað að fara frá henni, fyrr en hún næði bata.

Sjá einnig: Adele mætti óboðin í barnaafmæli

Vinur ömmunnar segir að Rose hafi ekki slakað neitt á eftir hjartaáfallið og sé mjög félagslynd, vinni mikið í garðinum sínum að dytta að plöntum og blómum.  Hann segir líka að margir sem þekkja hana kalla hana Super Gran, eða súperamma.

 

SHARE