Andardráttur djöfulsins – Ertu að fara erlendis?

Hver kannast ekki við það að vera í fríi erlendis og manni eru sífellt rétt spjöld og blöð með auglýsingum veitingastaða, strípibúlla og skemmtistaða. Yfirleitt þakka maður pent og afþakkar góssið en stundum er þessu hreinlega plantað í lófa manns og maður þarf að finna næstu sorptunnu til að losa sig við þetta.

Nú þarf maður að fara enn meira varlega gott fólk. Nú stafar venjulegu fólki hætta af efni nokkru sem heitir „Devil´s Breath“ eða andardráttur djöfulsins. Það eru til sögur af fólki sem lendir í því að þessu efni er blásið í andlit þess eða þeim er rétt nafnspjald sem er búið að dýfa í efnið. Það veldur því að fórnarlambið fer í einhverskonar „zombie“ ástand, þar sem það getur ekki stjórnað gjörðum sínum, líffærum þeirra stolið, bankareikningar þeirra tæmdir, þeim nauðgað og hótelherbergi tæmd. Í of stórum skömmtum er þetta banvænt!

Hún.is hefur heimildir fyrir því að íslenskir feðgar hafi lent í einhverju svipuðu og „Devil´s Breath“ í Tenerife á dögunum. Þeir vildu ekki tjá sig um þetta við okkur en staðfestu að þeir hefðu orðið fyrir hryllilegri reynslu. Hér er það sem við vitum um þetta skelfilega „lyf“:

Andardráttur djöfulsins er unnin úr blómum Borracher runna sem er mjög algengur í Kólumbíu. Fræ blómanna eru mulin og gerð að púðri sem er svo notað til að eitra fyrir fólki. Það getur valdið ofskynjunum, hræðilegum sýnum og skort á eigin vilja. Minnisleysi er algengt og þá man fórnarlambið ekki hvað gerðist og hverjir voru að verki.

Það er um að gera að skoða þessi ráð til að reyna að komast hjá því að verða fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.

  •  Ekki skilja drykki eða mat eftir án eftirlits.
  • Ekki þiggja mat eða drykk frá ókunnugum eða nýjum vinum.
  • Ferðastu í stórum hóp ef það er hægt og ekki fara neitt með ókunnugum.

 

Hér er líka heimildarmynd um þetta efni fyrir þá sem hafa tíma

 

SHARE