Sumir segja að líkamlegir verkir geta tengst andlegum verkjum. Til eru þónokkur fræði sem fjalla um tengingu á milli tilfinningalegra erfiðleika og afleiðingar þeirra á líkama okkar og þess vegna gæti verið gott fyrir okkur að skoða okkur sjálf að innan sem og utan til þess að læra að þekkja okkur sjálf betur og hvernig við getum látið okkur líða sem allra best.
Sjá einnig: Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?
Verkur í höfði eins og höfuðverkur getur verið afleiðing af stressi. Taktu þér tíma til að slaka á og reyndu að létta á álagi daga þinna.
Verkir í hálsi geta verið afleiðing af því að þú átt erfitt með að fyrirgefa öðrum og sjálfum þér. Ef þú ert með verki í hálsi ættirðu að hugsa þér að hugsa um það jákvæða í fari fólks.
Verkir í öxlum þínum getur verið merki þess að þú ert að bera með þér tilfinningalega byrði. Einbeittu þér að því að leysa vandamál og reyndu að dreyfa ábyrgðinni og byrðinni yfir á annað fólk sem er í lífi þínu.
Verkir í efra baki geta þýtt að þú hafir ekki nægan tilfinningalegan stuðning. Þér gæti liðið eins og þú ert ekki nægilega elskuð eða elskaður. Ef þú ert á lausu, er eflaust kominn tími til að fara á eitt eða tvö stefnumót.
Verkir í neðra baki gæti þýtt að þú hefur of miklar áhyggjur af peningum. Það gæti verið kominn tími til að biðja um launahækkun eða hugsa með þér að skipuleggja fjármálin betur, jafnvel með utanaðkomandi hjálp.
Verkir í olnbogunum tengjast erfiðleikum þínum með að takast á við breytingar sem eiga sér stað í lífi þínu. Ef þú ert með stífa handleggi, getur þú átt frekar stíft líf líka. Gerðu málamiðlanir og hristu aðeins upp í hlutunum í lífinu.
Verkir í höndum þínum getur þýtt að þú ert ekki að tengjast öðru fólki nægilega mikið. Hugleiddu að eignast nýja vini, farðu í mat með vinnufélögum og skapaðu þér ný tengsl við fólk.
Sjá einnig: Viðbrögð við áföllum og sorg
Verkir í mjöðmum geta þýtt að þú átt erfitt með að flytja. Aumar mjaðmir geta verið merki þess að þú streitist á móti flutningum og breytingum. Það gæti verið að þú sért of varkár með að taka ákvarðanir.
Verkir í hnjám geta verið merki þess að egóið þitt er aðeins of stórt og að þú horfir of stórt á sjálfa/n þig. Vertu auðmýkri, eyddu smá tíma í góðgerðarstörf og mundu að þú ert dauðleg/ur.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.