Brad Pitt (52) var einn á Feðradaginn í Frakklandi, á meðan fjölskyldan hans var í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að fjölskyldan var ekki saman var að Angelina Jolie (41) vill skilnað, samkvæmt Star magazine.
Sjá einnig: Angelina Jolie ætlaði sér aldrei að eignast börn
„Angie vill skilnað og er komin með nóg af því hvernig lífið hennar er og langar að breyta til,“ segir heimildarmaðurinn. Angelina er ekkert að slóra við þetta en hún fór og hitti skilnaðarlögfræðing í Los Angeles 21. júní síðastliðinn.
Sjá einnig: Alltof grönn Angelina Jolie?
Hún mun þó hafa sagt Brad frá þessari ákvörðun sinni en hann átti ekki von á þessu. Hann mun samt tala við sinn lögfræðing varðandi forræði og peningamálin. „Það eru góðar líkur á því að þessi skilnaður verði ljótur,“ segir þessi heimildarmaður.