Angelina Jolie beitir klækjabrögðum til að fá fullt forræði

**PREMIUM CONTENT--HIGHER RATES APPLY** Actress Angelina Jolie poses for a portrait to promote her directorial debut of the film 'In the Land of Blood and Honey' Saturday, Dec. 3, 2011 in New York City. (AP Photo/Carlo Allegri)

Brad Pitt (52) berst nú fyrir því að fá sameiginlegt forræði yfir börnum sínum og Angelina Jolie (41). Samkvæmt lögfræðingi sem HollywoodLife ræddi við, getur Angelina ekki bara ákveðið hvenær Brad má hitta börnin þeirra. Hans réttur er jafn hennar því þau eru með sameiginlegt forræði yfir börnunum samkvæmt lögum.

„Hún getur ekki bara tekið börnin frá honum. Þetta virkar ekki þannig. Hann er faðir þeirra og hans réttur sem foreldri er jafn mikill og hennar,“ segir lögfræðingurinn Kelly Chang Rickert.

Sjá einnig: Barnfóstran sem passaði Angelina talar

 

Skilnaður og forræðisdeila Brad og Angelina hefur verið frekar hörð Brad bað um að gögnin í málinu yrðu innsigluð. Hann vildi koma í veg fyrir að börnin myndu nokkurntímann komast í þessi gögn, en beiðni hans var hafnað af dómara.

Þrátt fyrir að FBI og barnavernd hafi komist að því, að Brad hafi ekki beitt börn sín nokkurskonar ofbeldi í flugferð sem fjölskyldan fór í, hefur Angelina beðið um að öll fjölskyldan fá einhverskonar áfallahjálp. Lögfræðingurinn vill meina að þessi beiðni Angelina geti hugsanlega verið aðferð til að hún sé líklegri til að fá fullt forræði.

 

 

SHARE