Leikkonan Angelina Jolie kom aðdáanda sínum til hjálpar á fimmtudagskvöldið fyrir utan sjónvarpsupptökusal í New York. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan upptökusalinn til að bera leikkonuna augum þar sem hún var á leiðinni í viðtal í þættinum The Daily Show With Jon Stewart.
Hin 39 ára gamla leikkona og leikstjóri tók eftir því hvar einn aðdáandinn var farinn að gráta og orðinn stressaður yfir því að troðast undir í fjöldanum. Angelina lét öryggisverðina vita og var aðdáandinn, sem var ung stúlka, bjargað úr þvögunni.
Frú Jolie tók sér tíma áður en hún fór inn til að hugga stúlkuna og fékk hana á endanum til hlæja. Þær spjölluðu saman þar sem Angelina sat á hækjum sér og þurrkaði tár stúlkunnar. Áður en hún hélt af stað smellti hún síðan sjálfsmynd af sér og stúlkunni sem var farin að brosa út að eyrum.
Tengdar greinar:
Brad Pitt og Angelina Jolie gengin í hjónaband
Fyrstu myndir úr brúðkaupi Angelinu Jolie og Brad Pitt
Angelina Jolie og Stella McCartney með nýja barnafatalínu „Maleficent“
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.