Það eru bara tveir dagar síðan það komst í fréttirnar að Angelina Jolie og Brad Pitt væru að skilja. Síðan þá hefur flutningabíll komið á heimili þeirra í Hollywood Hills og Angelina er farin af heimilinu. „Angelina hefur flúið með börnin í leynilegt leiguhúsnæði á Malibu á meðan þau klára skilnaðinn,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Angelina er að gefa Brad svigrúm til að flytja út eða hvað það er sem hann vill gera til að takast á við þennan skilnað.“
Sjá einnig: Átti von á að Angelina færi frá Brad fyrir annan mann
Heimildarmaðurinn heldur áfram og segir að Angelina vilji setja velferð barnanna í forgang á þessum erfiðu tímum, þess vegna vilji hún vera í felum.