Seiðandi söngrödd leikkonunnar Jennifer Lawrence slær öllu við, en hún syngur titillag kvikmyndarinnar The Hunger Games: Mockingjay – Part 1 sem nú er til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Jennifer ljáir tónverki röddu sína og þrátt fyrir að leikkonan hafi ávallt sagst hljóma eins og laglaus Amy Whinehouse er ekki á öðru að heyra en að Jennifer hafi hreinlega farið með fleipur, því frammistaða hennar hér að neðan í laginu The Hanging Tree er stórkostleg:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.