Annar höfunda Simpson þáttanna dauðvona – Gefur eigur sínar til líknarmála

Sam Simon, annar höfunda þáttanna um Simpson fjölskylduna er að dauða kominn úr krabbbameini og gefur eigur sínar til mannúðar- og líknarmála.

 

Þegar byrjað var að sýna þættina um Simpson fjölskylduna datt honum ekki í hug  að þeir myndu gera hann stórauðugan. Sam Simon sem veit að hann á ekki langt eftir hefur ákveðið að gefa öll auðæfi sín.

Þegar þessi maður sem er frægur fyrir myndir eins  “Taxi” og “The Drew Carey Show” fékk þann dóm að hann ætti líklega þrjá til sex mánuði ólifaða lagðist hann ekki í vol og víl heldur hófst strax handa að ganga frá stofnun sjóða sem eiga að styrkja mannúðar- og líknarmál.

“Ég áttaði mig á því eftir aðgerðina að ég yrði að hefjast handa ekki seinna en strax“, sagði hann – og gerði einmitt það.  .

SHARE