
Hin 33 ára leikkona Anne Hathaway sást í fjallgöngu í Los Angeles með eiginmanninum sínum Adam Shulman, 34 ára, á laugardaginn.
Sjá einnig: Anne Hathaway: Kasólétt og glæsileg í Óskarspartíi
Anne sem á von á sínu fyrsta barni sýndi óléttubumbuna í gegnsæjum svörtum bol en svo virðist sem hún eigi ekki langt eftir af meðgöngunni.
Sjá einnig: Anne Hathaway: „Þetta er ekki vaninn hjá mér“
Adam og Anne giftu sig í september árið 2012 eftir fjögurra ára samband. Anne sást síðast opinberlega þegar hún mætti í Vanity Fair Óskarsverðlauna partý.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.