
Anne Hathaway sýndi á sér áður óþekkta hlið í sjónvarpssal fyrir fáeinum dögum þegar hún tók söngeinvígi við sjálfa Emily Blunt, sem tók lag Janis Joplin með miklum tilþrifum og þykir hafa rúllað hlutverkinu upp. Atvikið átti sér stað í Lip Sync Battle sem nýtur ómældra vinsælda og fór salurinn hamförum af gleði þegar Anne tók lagið.
Anne trylltist á sviði og reif sig meðal annars úr fötunum, afhjúpaði veglegar ömmunærbuxur og sveiflaði sér um á stórri dráttarkúlu meðan hún sendi Emily fingurinn og mæmaði af innlifun.
Lip Sync Battle hefur notið slíkra vinsælda að innslög Jimmy Fallon í Late Night Snow hafa nú verið útfærð fremur og er LL Cool J tekinn við hlutverki þáttastjórnanda í sérstökum þætti sem helgaður er vitleysunni og sýndur er á fimmtudögum vestanhafs.
Hér má sjá Annie brjálast á sviði og senda Emily fingurinn … íklædd ömmunærbuxum:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.