Annie Mist tryggði sér miða á heimsleikana

Evrópuleikarnir í Cross Fit fóru fram um helgina í Kaupmannahöfn þar sem Annie Mist og fleiri Íslendingar tóku þátt. Leikarnir sem kallast European Regionals 2014 veitir þremur efstu keppendum í hverjum flokki miða á Heimsmeistaramótið í Los Angeles í júlí á þessu ári en alls náðu 9 Íslendingar miða þetta árið.

Í kvennaflokki sigraði Annie Mist en í öðru sæti var Björk Óðinsdóttir sem keppir fyrir Svíþjóð. Björgvin Karl Guðmundsson lenti í þriðja sæti í karlaflokki og lið Cross Fit Sport sigraði í liðakeppni en liðið samanstendur af Þuríði Erlu Helgadóttir, Fríðu Dröfn Ammendrup, Ingunni Lúðvíksdóttir, Davíð Björnssyni, James William Goulden og Daða Hrafni Sveinbjarnarsyni.

Fleiri Íslendingar tóku einnig þátt en allir íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega á þessu móti.

9b76665d8d37885_503685

7fdf008e6d88e38_503649

3b0332b12ce38dd_503643

SHARE