Antonio Banderas fluttur í flýti á spítala

Antonio Banderas (56) var fluttur í flýti á spítala eftir að hann fékk verki fyrir hjarta. Hann var staddur á heimili sínu í Surrey í Englandi þegar atvikið átti sér stað.

Sjá einnig:  Unglingurinn Melanie Griffith og ljónið hennar

Að sögn The Sun var Antonio að stunda líkamsrækt þegar hann fékk óbærilegan verk í brjóstið, en honum líður betur núna og er þakklátur starfsfólki spítalans fyrir þjónustuna.

Sjá einnig:  Eru Melanie Griffith og Antonio Banderas skilin?

Antonio var skildi við Melanie Griffith árið 2015 og flutti þá til Englands, en þau seldu húsið sitt í Los Angeles. Hann á nýja kærustu í dag sem heitir Nicole Kimpel og er hún hollensk.

 

SHARE