Api reif annað eistað af ungbarni sem var með móður sinni í dýragarði í Kína

Api limlestir ungbarn sem var með móður sinni í kínverskum dýragarði. 

 

Móðirin horfði á það með hryllingi þegar apinn náði á barnið hennar þegar hún var að skipta á því og reif annað eistað af því og át það. Hún kom engum vörnum við, atburðirnir gerðust svo hratt.

Drengurinn er nú á sjúkrahúsi að gróa sára sinna. Sagt er að áverkar hans séu ekki lífshættuegir.

Apar fá að hlaupa frjálsir um í kínverskum dýragörðum  og hefur þeim fjölgað svo á síðustu árum að til vandræða horfir. Fólk gefur þeim að éta þegar það kemur í heimsókn í garðana.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”FHheMlaRGJM”]

Á síðustu árum hefur öpum í kínverskum dýragörðum fjölgað mjög mikið. Þeir eru fóðraðir þrisvar á dag. Gestir eru beðnir að gefa þeim ekki en samt gerir fólk það. Ekki er neitt gert í því máli. Fjöldi fólks verður árlega fyrir meiðslum af völdum apa í dýragörðum í Kína.

 

SHARE