App vikunnar: Leyndarmálageymslan Whisper er lyginni líkust!

Áttu þér leyndarmál? Eitthvað sem þig virkilega langar að segja frá, en getur ekki deilt með neinum? Jú jú. Einmitt. Það er líka búið að finna upp app fyrir það.

Whisper appið, ótrúlegt nokk, er skemmtilegt, óhugnarlegt og skrýtið. Allt í einum pakka. Nafnlaust og órekjanlegt – ekkert ólíkt Facebook í raun – en bara án auðkennis. Það er einfalt í notkun, stórskrýtið og snýst um nafnlausar stöðuuppfærslur sem hægt er að setja ljósmyndir saman við. Ekkert meir. Whisper er leyndarmála-viðbótin. Og hún er umdeild, þessi viðbót.

Sjálf rakst ég nýverið á “appið” eða “viðbótina” eins og það útleggst á góðri íslensku og rak upp stór augu þegar ég hafði hlaðið niður gagnapakkanum á símann minn.

Whisper appið snýst um stöðuuppfærslur. Nafnlausar og órekjanlegar. Sorglegar, fyndnar, dónalegar, sjokkerandi og einfaldlega skrýtnar. Whisper er leyni-viðbótin sem enginn vill kannast við að nota en er á góðri leið með að verða einn af stærstu samskiptamiðlum heims.

En af hverju er Whisper svona vinsæl viðbót og hverju er fólk að deila? Ég tók saman nokkrar játningar af Whisper – en þær má sjá hér að neðan. Sumar eru játningarnar sætar. Aðrar sjokkerandi. Og svo voru það þær sem fengu mig til að …

Whisper vefsíðuna má nálgast HÉR

Er þetta í raun það sem fer í gegnum huga fólks hvern dag?  

SHARE