App vikunnar: „OMG! Ert´ekki með Viber?!?”

Vinkona mín kastaði þessari spurningu fram fyrir einhverju. Við vorum að ræða saman í síma, ég hafði tekið þá dólgslegu ákvörðun að hringja í farsíma milli landa og hún æpti nær upp orðin, alla leið frá Gautaborg til Oslóar, þegar hún tók upp tólið.

 

„OMG! Ert´ekki með Viber, manneskja?!? Veist´ekki að þú getur hringt ókeypis í mig af netinu?” 

 

Nei, svona í alvöru. Auðvitað veit ég hvað Skype er. Og ég er með Skype á símanum. En þar er bara vini mína og fjölskyldu að finna. Notendanafn, innskráning – vinabeiðni … þið vitið ferlið. Ég varð því rosa vandræðaleg þegar hún bar upp spurninguna. Og hvíslaði nær í símann: „Hvað er VIBER?” og í kjölfarið fór að renna upp fyrir mér ljós. Fimm mínútum síðar var ég komin með viðbótina, hafði hringt mitt fyrsta millilandasamtal án gjaldfærslu og hversu lengi ég talaði í símann það kvöldið … kemur engum við.

 

En gaman. Segðu mér nú: HVAÐ er Viber?

Viber er lítil viðbót eða smáforrit sem gerir notendum kleift að hringja ókeypis símtöl yfir þráðlaust net og senda SMS til allra skráðra Viber notenda í persónulegri símaskrá viðkomandi …. og það kostar ekki krónu. Viber er eins og áður sagði, smáforrit sem hægt er að keyra á þráðlausu netsambandi en 3G (og 4G) nettenging virkar að sjálfsögðu líka; en gæta þarf að niðurhali gagna ef notast er við farsíma- en ekki þráðlaust net.

 

Geta allir hringt í mig af Viber?

Þú getur, eins og áður sagði, einungis notast við Viber gegnum þráðlaust, eða farsímanet. Og þú getur einungis hringt frítt í aðra Viber notendur sem eru í símaskránni þinni. Það eina sem þarf að gera, er að hlaða niður viðbótinni á símann – senda staðfestingu að loknu niðurhali og Viber sér um rest. Séu vinir þínir með Viber viðbótina, verður þér samstundis gert kleift að hringja. Allt sem þarf er netið.

 

Hvernig á ég að setja Viber upp og kostar Viber þá ekki neitt?

Það er næsta einfalt að setja Viber upp. Og þú þarft ekki að fara gegnum neitt skráningarferli. Viber notar þitt eigið símanúmer sem auðkenni og leyfir þér að hringja frítt í vini þína (að því tilskyldu að báðir séu nettengdir) með því að hringja í uppgefið númer gegnum símaskránna þína. Smelltu HÉR til að hlaða Viber niður gegnum PlayStore (Android) en HÉR ef þú ert með iPhone. 

Þegar þú hefur hlaðið Viber niður ertu einfaldlega beðin/n að slá inn staðfestingarkóða með SMS eða ókeypis símtali, en sú aðgerð opnar smáforritið og gerir þér kleift að byrja að hringja. Um allan heim. Ókeypis. Gegnum netið.  

 

Skiptir þá engu máli hvert ég er að hringja; kostar það ekki neitt fyrir mig að nota Viber?

Ekki eina einustu krónu. Nema þú sért að notast við farsímatengingu, en í þeim tilfellum verður þú að gæta að niðurhalsmagninu sem fylgir símtalinu – þráðlaust net er því betra.

 

Hverjir geta notað Viber – bara farsímanotendur eða …. ?

Viber er fyrir alla þá sem eiga og nota Android,  iPhone, Blackberry, Bada og NOKIA farsíma.  Og þú getur líka hlaðið niður Viber og notað á spjaldtölvu sem og venjulegri fartölvu, því Viber styður líka við Windows 8 stýrikerfið. Google PlayStore og iTunes bjóða bæði upp á viðbótina svo eitthvað sé nefnt, en Viber kostar ekki krónu og byggir á notkun yfir netið.

 

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að lesa meir um VIBER viðbótina:  

hnappur viber

SHARE