Árin 1900 – 1999

Árið 1900

Sett lög um fjármál hjóna. Með þeim fékk gift kona yfirráð yfir eigin tekjum og eignum

Árið 1902

Konur fá kjörgengi til bæjarstjórna, með sömu skilyrðum og 1882

Árið 1904

Ný reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavík (Lærða skólann) heimilaði stúlkum aðgang að skólanum og nutu þær þar með sömu réttinda og piltar til náms við skólann

Árið 1907

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og fleiri baráttukonum 27. janúar

Árið 1907

Hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, fóru í verkfall og var það í fyrsta sinn sem konur fóru í verkfall, svo vitað sé.

Árið 1907

Kosningaréttur og kjörgengi til bæjarstjórna í Reykjavík og Hafnarfirði nær til fleiri kvenna en áður. Hann nær nú einnig til giftra kvenna, auk þess sem krafan um greiðslu í bæjarsjóð var lækkuð.

Árið 1908

Kvenréttindafélag Íslands og önnur kvenfélög í Reykjavík stóðu saman að kvennalista til
framboðs við bæjarstjórnarkosningarnar. Allar fjórar konurnar á listanum náðu kjöri í
bæjarstjórn. Þetta voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir,
Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen

Árið 1909

Giftar konur í öllum sveitarfélögum fá kosningarétt og kjörgengi til jafns við ekkjur og ógiftar konur. Hjú fá kosningarétt en ekki kjörgengi 

Árið 1910

 Ásta Kristín Árnadóttir (1883-1955) lauk iðnmeistaraprófi í
Kaupmannahöfn, fyrst Íslendinga. Ásta var jafnfram fyrsta íslenska konan
sem lauk iðnnámi

Árið 1910

Laufey Valdimarsdóttir (1890-1945) varð stúdent fyrst kvenna sem sat í bekk í Lærða skólanum

Árið 1910

Solveig Jónsdóttir (1884-1962) frá Múla hlaut kosningu í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Hún hafði boðið fram á lista ásamt Margréti Björnsdóttur og hlaut listi þeirra rúm 36% atkvæða

Árið 1913

Kristólína Guðmundsdóttir Kragh (1883–1973) opnaði fyrstu hárgreiðslu- og snyrtistofuna hér á landi og rak hana til ársins 1946. Kristólína var fyrst kvenna til að læra hárgreiðslu, hárkollugerð, og hand- og fótsnyrtingu

Árið 1915

Konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna.

Árið 1917

Kristín Ólafsdóttir (1889–1971) lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún var jafnframt fyrsta konan til að ljúka prófi frá Háskóla Íslands

Árin 1917-1924

Hjú fá kjörgengi í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði

Árið 1920

Íslenskar konur og hjú full pólitísk réttindi 25 ára

Árið 1921

Elín Eggertsdóttir Briem (1856-1937) og Þórunn Jónassen (1850-1922) hlutu fyrstar kvenna riddarakrossa Hinnar íslensku fálkaorðu 1. desember 1921

Árið 1922

Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) kosin á Alþingi, fyrst kvenna, af sérstökum kvennalista

Árið 1924

Katrín Thoroddsen (1896-1970) skipaður héraðslæknir, fyrst kvenna á Íslandi

Árið 1925

Þetta ár kom út sjálfsævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur og var það í fyrsta sinn sem sjálfsævisaga konu var gefin út hér á landi

Árið 1926

Björg Caritas Þorlákson (1874-1934) varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi

Árið 1933

Ásta Magnúsdóttir (1888-1962) var skipuð ríkisféhirðir, fyrst kvenna.

Árið 1935

Auður Auðuns (1911-1999) lýkur prófi í lögfræði fyrst íslenskra kvenna. Sama ár er hún settur skiptadómari, í stað hins reglulega dómara, í skiptaréttarmáli á Ísafirði, það var í fyrsta sinn sem kona gegndi dómarastarfi

Árið 1935

Halldóra Briem Ek (1913-1993, síðar arkitekt) og Ingibjörg Böðvarsdóttir (1915-1996, síðar lyfjafræðingur) urðu fyrstar kvenna á Íslandi til að ljúka stúdentsprófi af stærðfræðibraut.

Árið 1939

Konur kepptu í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitil í skíðaíþróttum. Aðeins var keppt í svigi og varð Martha Árnadóttir Íslandsmeistari

Árið 1940

Halldóra Briem Ek (1913-1993) lýkur prófi sem arkitekt í Svíþjóð fyrst íslenskra kvenna

Árið 1941

Jóhanna Knudsen (1897-1950) var fyrsta kvenlögreglan hér á landi og starfaði í Reykjavík frá 1941-1943

Árið 1942

Elísabet Finsen (f. 1920) tók sveinspróf í múraraiðn, fyrst kvenna, í Esjberg í Danmörku

Árið 1945

Lög nr. 60 um laun starfsmanna ríkisins sett: Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar

Árið 1945

Jórunn Viðar (1918-2017) lauk prófi í tónsmíðum, fyrst kvenna, frá The Juilliard School of Music í New York

Árið 1945

Geirþrúður Hildur Bernhöft (1921-1987) lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún lét ekki vígjast til prests

Árið 1946

Auður Proppé (f. 1921) og Elísabet Guðmundsdóttir (f. 1927) fyrstar kvenna til að taka próf frá Loftskeytaskóla Íslands 

Árið 1946

Valgerður G. Þorsteinsdóttir (f. 1927) tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna

Árið 1946

Teresía Guðmundsson (1901-1983) tók við stöðu veðurstofustjóra, fyrst kvenna

Árið 1948

Ólafía Jóhannesdóttir (1924-2017) lauk prófi varð þar með fyrsti íslenski fornleifafræðingurinn

Árið 1949

Tvær konur voru kosnar á Alþingi 23. – 24. október 1949 og var það í fyrsta skipti sem fleiri en ein kona sat á Alþingi á sama tíma. Þetta voru þær Kristín L. Sigurðardóttir (1898-1971), 9. landskjörinn þingmaður, og Rannveig Þorsteinsdóttir (1904-1987), 8. þingmaður Reykvíkinga 1952 Ragnheiður Guðmundsdóttir (1915-2012), læknir

Árið 1952

Ragnheiður Guðmundsdóttir (1915-2012), læknir, ráðin kennari við Háskóla
Íslands, fyrst kvenna.
Hún kenndi lífeðlisfræði við tannlæknadeild til
ársins 1961

Árið 1952

Jakobína Valdís Jakobsdóttir (f. 1932) keppti fyrst íslenskra kvenna á heimsmeistaramóti á skíðum í Áre í Svíþjóð

Árið 1957

Hulda Jakobsdóttir (1911-1998) varð bæjarstjóri í Kópavogi og gegndi því
embætti til 1962. Hún var fyrst kvenna til að gegna bæjarstjóraembætti á
Íslandi

Árið 1958

Sett jafnlaunalög. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verkalýðsfélaga næstu 6 árin

Árið 1959

Auður Auðuns (1911-1999) verður borgarstjóri í Reykjavík, fyrst kvenna

Árið 1958

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904-1987) fékk leyfi til málflutnings fyrir hæstarétti, fyrst kvenna

Árið 1960

Kristín E. Jónsdóttir (f. 1927) hlaut sérfræðingsleyfi í lyflækningum,
fyrst kvenna
. Varð einnig dósent við læknadeild Háskóla Íslands fyrst
kvenna 1976

Árið 1960

Selma Jónsdóttir (1917–1987) listfræðingur, varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands, fyrst kvenna

Árið 1961

Ragnhildur Helgadóttir (1930–2016) var kosin forseti alþingis, fyrst kvenna

Árið 1963

 Sigrún Helgadóttir (f. 1937) lýkur fyrri hluta prófi í verkfræði fyrst íslenskra kvenna

Árið 1963

Vigdís Björnsdóttir (1921-2005) var fyrsti lærði forvörðurinn hér á landi þegar hún hóf störf við handritaviðgerðir fyrir Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn og Handritastofnun

Árið 1964

 Sigríður Sigurðardóttir (f. 1942) handboltakona var fyrst kvenna til að vinna titilinn Íþróttamaður ársins.

Árið 1969

Margrét G. Guðnadóttir (1929-2018) skipuð prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Margrét varð þar með fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við háskólann

Árið 1970

Auður Auðuns (1911-1999) lögfræðingur varð fyrst kvenna ráðherra í ríkisstjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra

Árið 1970

Fyrsti opinberi leikurinn í knattspyrnu kvenna fór fram árið 1970 þegar lið frá Keflavík og Reykjavík mættust í forleik að karlalandsleik Íslands og Noregs

Árið 1970

Rauðsokkahreyfingin stofnuð 19. október. Rauðsokkar tóku þátt í 1. maí göngu verkalýðsins þetta ár og vöktu mikla athygli

Árið 1970

Helga Kress (f. 1939) var sett lektor, fyrst kvenna, við heimspekideild Háskóla Íslands

Árið 1970

Margrét Ólöf Björnsdóttir (f. 1945) lauk B.S.-prófi í verkfræði- og raunvísindadeild, fyrst kvenna

Árið 1972

 Auður Þorbergsdóttir (f. 1933) skipuð borgardómari í Reykjavík, fyrst kvenna

Árið 1973

Dóra Hlín Ingólfsdóttir (f. 1949) og Katrín Þorkelsdóttir voru fyrstu konurnar sem klæddust einkennisbúningi lögreglumanna og gegndu almennum lögreglustörfum.

Árið 1974

Auður Eir Vilhjálmsdóttir (f. 1937) vígð til prests, fyrst kvenna á Íslandi.

Árið 1974

Guðný Guðmundsdóttir (1948) varð konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrst kvenna

Árið 1975

Kvennaár Sameinuðu þjóðanna. Ýmislegt var gert til að vekja athygli á árinu en mesta  athygli vakti þó 24. október 1975, þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufundi víðsvegar um landið. Í Reykjavík komu konur saman á Lækjartorgi þar sem haldnar voru ræður og fluttir baráttusöngvar. Talið er að 25-30.000 manns hafi verið þar samankomin, aðallega konur.

Árið 1975

Kvennasögusafn Íslands stofnað á heimili Önnu Sigurðardóttur í
Reykjavík við upphaf kvennaársins [árið 1996 opnaði það á
Þjóðarbókhlöðu]

Árið 1975

Samþykkt lög um þriggja mánaða fæðingarorlof fyrir allar konur

Árið 1975

Kvennafrídagurinn haldinn í fyrsta sinn.

Árið 1976

Lög nr. 78 um jafnrétti kvenna og karla sett. Lögin áttu að stuðla að
jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna. Jafnréttisráð stofnað

Árið 1977

Ásta Hallgrímsdóttir (f. 1951) var fyrsta konan sem var ráðin sem flugmaður til flugfélags, Eyjaflugs Bjarna Jónssonar í Vestmannaeyjum

Árið 1978

Guðrún Ólafsdóttir (f. 1956) lauk sveinsprófi í rafvirkjun, fyrst kvenna

Árið 1980

Sigurrós Karlsdóttir (f. 1965), hlaut fyrst Íslendinga gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra þegar hún sigraði í 50 m bringusundi og setti bæði ólympíumet og heimsmet í greininni.

Árið 1980

Hjördís Björk Hákonardóttir (f. 1944), sýslumaður fyrst kvenna

Árið 1980

Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930) kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996

Árið 1981

Hljómsveitin Grýlurnar var fyrsta kvennahljómsveitin
sem kom fram opinberlega
hér á landi þegar þær tróðu upp í fyrsta sinn
10. apríl 1981

Árið 1982

 Samtök um kvennaathvarf stofnuð; kvennaathvarf opnaði í Reykjavík

Árið 1982

Guðrún Erlendsdóttir (f. 1936) settur dómari við hæstarétt fyrst íslenskra kvenna. Árið 1986 var hún skipuð dómari. Árið 1978 var hún skipuð lektor við lagadeild Háskóla Íslands, fyrst kvenna

Árið 1983

Kvennalistinn var stofnaður og bauð fram í þremur kjördæmum við
alþingiskosningarnar. Þrjár konur voru kjörnar á þing fyrir
Kvennalistann, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og
Kristín Halldórsdóttir

Árið 1985

Kvennafrídagurinn haldinn í annað sinn.

Árið 1986

Anna Sigurðardóttir (1908-1996), stofnandi og þáverandi forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna.

Árið 1987

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (f. 1972) keppti á heimsmeistaramóti í skák, fyrst íslenskra kvenna

Árið 1988

Berglind Ásgeirsdóttir (f. 1955) varð fyrst kvenna til að gegna embætti
ráðuneytisstjóra
er hún tók við því starfi í félagsmálaráðuneytinu

Árið 1988

Guðrún Helgadóttir (f. 1935) varð forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna

Árið 1988

Banni við þátttöku kvenna í glímu aflétt.

Árið 1990

Stígamót stofnuð.

Árið 1991

Sigríður Á. Snævarr (f. 1952) tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst kvenna, í Stokkhólmi

Árið 1991

Salóme Þorkelsdóttir (f. 1927) verður forseti Alþingis, fyrst kvenna

Árið 1993

Kvennakirkjan stofnuð

Árið 1993

Neyðarmóttaka vegna nauðgana stofnuð.

Rannveig Rist (f. 1961) ráðin forstjóri Íslenska álfélagsins hf. árið 1996 og tók hún við starfinu árið 1997. Það mun vera í fyrsta skipti sem kona gegnir starfi forstjóra hjá iðnfyrirtæki af þessari stærðargráðu á Íslandi

Árið 1997

 Helga Kress (f. 1939) skipuð forseti heimspekideildar við Háskóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann

Árið 1998

Bríet, félag ungra femínista stofnað.

Árið 1998

Guðfinna S. Bjarnadóttir (f. 1957) ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, fyrst kvenna til að bera titil rektors.