Ásdís Lísa: „Ég bið um ykkar hjálp“

Fillipeysku samtökin á Íslandi hafa í samstarfi við fyrirsætuna Ásdísi Lísu eflt til fjáröflunar til styrktar björgunarstarfa á Fillipseyjum en þann 15. október síðastliðinn reið öflugur jarðskjálfti yfir stórt svæði.
Tjónið sem hlaust af skjálftanum er gífurlegt og hafa yfirvöld staðfest 161 dauðsfall. Óttast er að enn fleiri hafi látið lífið.

Í Facebook tilkynningu frá Ásdísi Lísu segir:

„Lífið kemur manni ávallt á óvart og veit maður aldrei við hverju á að búast. Fyrir nákvæmlega 2 dögum síðan, s.l. þriðjudag kom dauða jarðskjálfti í Filipseyjum sem mældist um 7,2 á richter í Cebu og Bohol. Cebu er heimabær mömmu minnar, mig þykir rosalega vænt um þessa borg og á ég mér margar gamlar minningar frá æskuárum þar. Jarðskjálftinn varð til þess að margar byggingar, spítalar, sögulegar kirkjur, markaðir, heimahús hrundu niður. Skemmdirnar eru rosalegar um allan bæ og hafa myndast djúpar rifur í jörðina á sumum vegum. Yfir um 100 manns hafa dáið og fer talan hækkandi. Mikill fjöldi fólks hefur misst heimilin sín og sofa úti á götunni á meðan rigningartímabil lætur til sín taka. Það er ekkert vatn, rafmagn og enginn matur. Fólkinu vantar HJÁLP.
Þeim vantar allskyns sjúkragögn, viðbótar búnað við leitir og björgun, mat og auk annarra nauðsynja.“

Ég hef því ákveðið að hjálpa Filipinsku Samtökunum hér á Íslandi(FIA) með fjáröflun til að styrkja björgunarmenn og eftirlifendur jarðskjálftans í Filipseyjum og bið ég ykkur sem um að gera hið sama, eitthvað er betra en ekkert. Gerum kraftaverk saman og hjálpum þeim sem minna eiga.
Ég bið um ykkar hjálp.“


Hægt er styrkja björgunarstarfið með því að leggja inn á reikning 0323-26-450290 kennitala : 450290-1229

Nánari upplýsingar fást inn á Faceebooksíðu Filippinsku samtakana á Íslandi.

SHARE