Ásdís Rán, einnig þekkt undir nafninu Ísdrottningin, hefur fundið ástina að nýju og það hér á Íslandi. Sá útvaldi heitir Jóhann Wium og er 50 ára gamall, en Ásdís er 35 ára gömul og því fimmtán ára aldursmunur á parinu.
Parið fagnar fjögurra mánaða sambandsafmæli um þessar mundir og er afar ástfangið eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd sem Ísdrottningin deildi á Instagram undir yfirskriftinni:
Sumar á Selfossi. Fann nýtt 66 norður módel 🙂
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.