Ásdís Rán – “Það vantar herramennskuna í íslenska karlmenn”

Við stelpurnar á hun.is fengum Ásdísi Rán til okkar í viðtal. Ásdís hefur verið mjög umdeild hér á landi sem og í Búlgaríu og öðrum stöðum, enda stórglæsileg, klár og ákveðin kona sem fer sínar eigin leiðir til þess að láta drauma sína rætast.
Við fengum að skjóta nokkrum spurningum á Ásdísi Rán.

Fullt nafn: Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Aldur: 33
Hjúskaparstaða: Single
Atvinna: Hönnuður, atvinnurekandi, fyrirsæta og ýmislegt fleira….

Okkur hefur aldrei fundist þú líta eins vel út og akkúrat núna, hvernig stendur á því?
Jáá, ég er ekki viss en ætli það sé ekki aldurinn og þroskinn. Ég hef alltaf trúað því að jákvæðni og hamingja eigi part í útgeislun og útliti hjá fólki og ég tel mig alveg einstaklega jákvæða týpu!

Hvernig finnst þér íslenskir karlmenn koma fram þegar þeir reyna við konur?
Ég er búin að búa erlendis síðustu 7 ár en þegar ég kem til Ísland þá verður mér stundum brugðið, það vantar svolítið herramannsskapinn í þá marga.
Auðvitað er ekki hægt að alhæfa en mér finnst heillandi þegar karlmenn eru alvöru herramenn!

Hvað gerir þú um helgar eða þegar þú átt frí ?
Það er mjög misjafnt, ég nýt lífsins með dóttir minni og vinum, ferðast, ligg við sundlaugarbakkann, fer út á lífið og allt sem mér finnst skemmtilegt

Ef þú værir ekki það sem þú ert í dag, athafnarkona og fyrirsæta, hvað værir þú að gera ?
Ætli ég væri ekki bara húsmóðir og eflaust að vinna í einhverju sem tengist heilsu og fegurð.

Nú birtust myndir af þér í fjölmiðlum með glæsilegum manni, eru þið í sambandi?
Við erum mjög góðir vinir en ég er ekki tilbúin til þess að fara í samband með neinum að svo stöddu, er búin að vera í tveimur löngum samböndum frá því að ég var 15 ára, þannig nú ætla ég að njóta frelsisins í einhvern tíma.

Hvað finnst þér um að Garðar sé farinn að búa með stelpu sem er töluvert yngri en þið (19) ?
Já, það finnst mér svolítið spes en vonandi gengur það upp hjá þeim..

Við dáumst öll að þér fyrir það að láta drauma þína rætast, eru einhverjir draumar eftir á listanum sem þú hafðir hugsað þér að uppfylla ?
Mig langar til þess að ferðast miklu meira, fara til framandi landa, sjá og prufa allt!
Mig langar einnig til þess að vinna að góðgerðarmálum hér í austur Evrópu. Það er aldrei að vita nema að mér takist jafnvel að búa til minn eigin sjóð í framtíðinni..

Er Búlgaría framtíðarheimlið þitt eða er á planinu að koma aftur heim ?
Ég er svolítið á báðum áttum, ég kem núna í nóvember í nokkrar vikur en þá ætla ég að skoða málið, það er ekki enn ráðið hvað ég vil gera..

Þú lítur ekki út fyrir að vera árinu eldri en tvítug! Hvernig ferðu að ?
Takk fyrir það, já þetta er ráðgáta miðað við álagið sem er á mér oft en ætli ég verði ekki að þakka góðum genum ásamt allskonar ,,beauty trikkum’’. Ég reyni að leggja að vana að borða holla og létta fæðu og hreyfa mig en svo finnst mér gott að drekka hvítvín, ætli það sé ekki bara málið

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár ?
Vonandi að uppskera eftir erfiðin og njóta lífsins á sólríkum stað.

Hver var fyrsta atvinna þín?
Ég var að vinna á fullt af stöðum frá unga aldri en svona aðallega þá byrjaði ég um 16 ára að vinna á hárgreiðslustofu, ég vann þar í nokkuð mörg ár.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Án efa þegar ég var stödd í einu kvikmyndaverinu í Hollywood en ég var eitthvað að vesenast þegar einn gaur kallar á mig hinum megin við götuna og kemur labbandi í átt að mér og byrjar að spjalla við mig (daðra) en svo fattaði ég það ekki fyrr en hann var kominn með andlitið upp að mér að þetta var Bruce Willis! Mér var alveg fáranlega brugðið og ég frostnaði totally og kom ekki upp einu almennilegu orði. Ég vissi varla hvað ég héti og stamaði upp einhverri vitleysu sem var ekki alveg að virka og frekar vandræðalegt eftir á fyrir mig!
Hann var big idol hjá mér og ég hefði mjög verið til í að spóla til baka og tækla þetta öðruvísi!

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook

Seinasta sms sem þú fékkst? Tie me up?

Ertu ástfangin? Eigum við ekki bara að segja að ég sé ástfangin af lífinu.

Hefurðu brotið lög ? Já ég verð nú að viðurkenna að það hefur gerst nokkrum sinnum en ætla mér ekkert að gefa frekari upplýsingar um það!

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já grét í mínu eigin brúðkaupi síðast

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Það er margt sem ég hefði mátt gera betur en ég er þokkalega sátt og hef lært mína lexíu af mörgu, svo þegar uppi er staðið er ekki mikið sem ég myndi vilja breyta.
,,Everything happens for a reason’’

Arnold Björnsson ljósmyndari tók þessar dásamlegu myndir af Ásdísi Rán.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here